Innlent

Fara fram á tugi milljóna króna vegna Feneyjatvíæringsins

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Íslenska skálanum var lokað í lok maí.
Íslenska skálanum var lokað í lok maí. Mynd/Snorri Ásmundsson

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur krafið yfirvöld í Feneyjum um bætur upp á 360 þúsund evrur, 53,4 milljónir króna, vegna lokunar á verki sem var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum fyrr á árinu.

Verkið, sem var eftir Christoph Büchel, var moska í húsi sem hýsti áður kaþólska kirkju frá 10. öld.

Verkið hafði verið opið í tvær vikur þegar því var lokað af yfirvöldum í lok maí.

Kynningarmiðstöðin fékk aðgang að gögnum um lokunina hjá yfirvöldum en þar kemur meðal annars fram að verkinu hafi verið lokað vegna heilbrigðis- og öryggismála en yfirvöld telja að húsið hafi ekki haft burði til að hýsa þann mannfjölda sem þar kom saman.

Þá munu yfirvöld í Feneyjum einnig hafa óttast að moskan gæti orðið skotmark öfgafullra íslamista.

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur safnað vitnisburðum frá lykileinstaklingum í myndlistarheiminum til að renna stoðum undir málflutning sinn fyrir ítölskum dómstólum.

Dómstólar í Feneyjum munu taka málið fyrir á morgun og tilkynna um úrskurð þess nokkrum dögum síðar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×