Feneyjatvíæringurinn

Fréttamynd

Björg­ólfur og Skúli í stuði í Fen­eyjum

Einir frægustu athafnamenn landsins þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen njóta þessa dagana lífsins í Feneyjum ásamt eiginkonum sínum þeim Kristínu Ólafsdóttur og Grímu Björg Thorarensen. Þar fer nú fram hinn heimsfrægi Feneyjartvíæringur.

Lífið
Fréttamynd

Upp­skera að vori

HönnunarMars er einn af skemmtilegustu og kröftugustu vorboðum hvers árs. Hvort sem honum er fagnað í mars, apríl eða maí – íslenska vorið getur líka komið hvenær sem er. Á HönnunarMars gefst tækifæri til að hrífast og upplifa frábæra íslenska hönnun, fræðast um spennandi stefnur og strauma og eiga frjótt samtal um framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Hildigunnur fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2024

Hildigunnur Birgisdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2024 en það verður í sextugasta sinn sem hann er haldinn. Þá slæst hún í hóp með mörgum af fremstu listamönnum þjóðarinnar og má þar nefna Jóhannes Kjarval, Ragnar Kjartansson, Hrafnhildi Arnardóttur, Rúrí og Egil Sæbjörnsson. Blaðamaður tók púlsinn á Hildigunni.

Menning
Fréttamynd

Mitt hlutverk er eiginlega að vera barnapían þeirra

Egill Sæbjörnsson og ímynduðu tröllin hans, Ughs og Bõögâr, ráða ríkjum í íslenska skálanum á Feneyjatvíæringnum sem hófst í vikunni. Egill segir að tröllin séu einstakar verur sem geri hlutina á sinn hátt.

Menning
Fréttamynd

Þetta er mín aðferð við að segja sögur

Íslandsverk vídeólistakonunnar Joan Jonas hafa aldrei verið sýnd áður hér á landi. Nú gefst listunnendum hins vegar, bæði sunnan og norðan heiða, að kynna sér verk þessarar merku listakonu.

Menning
Fréttamynd

Varð alveg hoppandi og skoppandi glaður

Egill Sæbjörnsson listamaður hefur verið valinn fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2017. Hann segir kynni sín af nokkrum tröllum hafa aukið sér ásmegin og orðið sá innblástur sem til þurfti.

Menning
Fréttamynd

Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins

Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti.

Skoðun
Fréttamynd

Myndlist í Feneyjum

Áttundi maí. Fallegur morgunn í Feneyjum. Hópur fólks streymdi að litlu torgi í Cannareggio-hverfinu, ekki langt frá Ghettoinu fræga, þessu upprunalega sem öll hin heita eftir. Myndlistarfólk, safnafólk, sýningarstjórar, blaðamenn og múslimar í sparifötunum. Eftirvænting í loftinu, allir í hátíðarskapi.

Skoðun
Fréttamynd

Vill höfða mál útaf Feneyjatvíæringnum

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna vill að Christoph Büchel höfði mál á hendur borgaryfirvöldum í Feneyjum vegna ákvörðunar þeirra um að loka íslenska sýningarskálanum á Feneyjatvíæringnum.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi til tjáningar á Feneyjatvíæringnum

Feneyjatvíæringurinn á Ítalíu er um margt sérstakur viðburður í menningarsamskiptum þjóða heims, með yfir 100 ára sögu. Þar er þjóðríkjum boðið að senda fulltrúa sína til þess að sýna það helsta sem er að gerast í myndlist á hverjum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Gífuryrði um geggjað fólk

Harkaleg viðbrögð yfirvalda í Feneyjum vegna framlags Íslands til Feneyjatvíæringsins sæta furðu. Verk svissneska listamannsins Cristophs Buchel, moskan í kirkjunni, virkar sárasaklaust úr fjarlægð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrasið hluti af verkinu

Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi.

Innlent
Fréttamynd

Büchel til Feneyja

Tillaga myndlistarmannsins Christoph Büchel verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2015.

Menning
  • «
  • 1
  • 2