Íslenski boltinn

Fanndís: Þurfum að spýta aðeins í lófana

Fanndís er komin með 14 mörk í Pepsi-deildinni.
Fanndís er komin með 14 mörk í Pepsi-deildinni. vísir/andri marinó
Fanndís Friðriksdóttir var valinn besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna á hófi sem var haldið í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag.

Breiðablik er á toppi deildarinnar með 31 stig, fjórum stigum á undan Stjörnunni, en Blikar hafa unnið 10 leiki af 11 og gert eitt jafntefli.

Þrátt fyrir góða stöðu segir Fanndís ekkert í hendi enn sem komið er.

„Seinni umferðin hefur ekkert byrjað svakalega vel hjá okkur. Við erum búnar að spila á móti tveimur neðstu liðunum og höfum ekki spilað nægjanlega vel,“ sagði Fanndís.

„Við þurfum að spýta aðeins í lófunum ef við ætlum að halda okkur á sigurbraut.

„Við ætlum ekki að tapa forskotinu niður og það gerist ekki ef við erum 100% í þessu. Við þurfum að halda áfram að gera hlutina,“ bætti Fanndís við en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Hún segist vera í fínu formi.

„Staðan á mér er mjög góð nema hvað ég er svolítið slöpp núna,“ sagði Fanndís að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×