Fær að leika sér með stóru krökkunum Álfrún Pálsdóttir skrifar 25. mars 2014 15:00 Ólafur Arnalds stefnir á rauða dregilinn í London þann 28. apríl þar sem Bafta-verðlaunin verða afhent. „Ég skildi ekkert af hverju framleiðendur þáttanna voru alltaf að hringja í mig eldsnemma í morgun og skellti bara á enda sofandi. Svo loksins þegar ég vaknaði fór ég á Twitter og þar var allt stútfullt af skilaboðum,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds glaður í bragði. Hann er tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, en verðlaunin eru á vegum bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Ólafur sá um alla tónlistina í þáttunum en hann samdi um 4 klukkustundir af efni. Þetta er frumraun tónlistarmannsins í að semja fyrir sjónvarpsþætti. „Það er óvenjulega mikið af tónlist í þessum þáttum. Þetta var mjög skemmtilegt enda fékk ég algjört listrænt frelsi til að gera það sem mig langaði til. Það var afslöppuð stemning í kringum þættina og ég held að það sé lykillinn að velgengni þeirra.“ Ólafur hefur tekið að sér að sjá um tónlistina í framhaldsþáttunum, Broadchurch 2, sem byrjað er að framleiða, en sú vinna hefst næsta haust. „Þessi tilnefning opnar einhverjar dyr fyrir mig og nú getur maður farið að leika sér með stóru krökkunum. Þættirnir hafa líka verið mjög vinsælir, sýndir í hátt í 100 löndum, svo ég hef fengið mikið af tilboðum í kjölfarið á þeim vinsældum,“ segir Ólafur sem stefnir á rauða dregilinn við verðlaunaafhendinguna í London 28. apríl. „Ég held ég hafi ekkert val. Þetta er eins og með Óskarinn, sértu tilnefndur til Bafta mætirðu á svæðið. Ég er byrjaður að taka við umsóknum um hver fær að koma með mér. Búa til smá samkeppni.“ Tónlistarmaðurinn hefur verið á miklu flakki um heiminn undanfarið og eru næstu tónleikar hans í Varsjá í Póllandi þann 4. apríl á Electronics Festival. „Ég verð á einhverju flakki milli hátíða í sumar, það er allt að skýrast núna. Svo það er nóg að gera og mikið spennandi fram undan.“David Tennant, sem leikur Alec Hardy, og Olivia Colman í hlutverki Ellie Miller í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.Vinsælir sjónvarpsþættir Spennuþættirnir Broadchurch hafa átt mikilli velgengni að fagna úti um allan heim. Þeir voru fyrst sýndir í Bretlandi í mars í fyrra og horfðu þá rúmlega 6 milljón manns á fyrsta þáttinn. Þeir eru tilnefndir til fimm Bafta-verðlauna auk tónlistarverðlaunanna. Meðal annars fyrir bestu leikstjórn og besta handritið. Með aðalhlutverk fara David Tennant og Olivia Colman. Byrjað er að framleiða aðra seríu og sér Ólafur einnig um tónlistina þar. Þá er hafin framleiðsla á bandarískri útgáfu af þáttunum sem fer í loftið næsta vetur og nefnist Gracepoint.So I guess my press releases will read "The BAFTA nominated composer" from now on.... :) http://t.co/KJWJQjHYRH— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) March 24, 2014 Tengdar fréttir Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld "Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ 18. desember 2013 15:09 Ólafur Arnalds baðar sig í Tyrklandi Tyrkneski fjölmiðillinn Hürriyet birti skemmtilega mynd af tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Arnóri Dan Arnarsyni en þeir eru staddir í Tyrklandi. 21. nóvember 2013 09:00 Vinsælustu Íslendingarnir á Twitter Samskiptavefurinn Twitter nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hann var settur á markað í kauphöllinni í New York í gær. Íþróttaáhugafólk á Íslandi er afar duglegt að tísta. Nú sækja aðrir á og eru stjórnmálamenn vaxandi afl á Twitter, en þeir þurfa að afla sér frekari vinsælda ef þeir ætla sér að ná vinsælustu listamönnum og íþróttahetjunum. 8. nóvember 2013 09:16 Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur fyrir tónlist sína í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Broadchurch. 24. mars 2014 13:41 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
„Ég skildi ekkert af hverju framleiðendur þáttanna voru alltaf að hringja í mig eldsnemma í morgun og skellti bara á enda sofandi. Svo loksins þegar ég vaknaði fór ég á Twitter og þar var allt stútfullt af skilaboðum,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds glaður í bragði. Hann er tilnefndur til bresku Bafta-verðlaunanna fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, en verðlaunin eru á vegum bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar. Ólafur sá um alla tónlistina í þáttunum en hann samdi um 4 klukkustundir af efni. Þetta er frumraun tónlistarmannsins í að semja fyrir sjónvarpsþætti. „Það er óvenjulega mikið af tónlist í þessum þáttum. Þetta var mjög skemmtilegt enda fékk ég algjört listrænt frelsi til að gera það sem mig langaði til. Það var afslöppuð stemning í kringum þættina og ég held að það sé lykillinn að velgengni þeirra.“ Ólafur hefur tekið að sér að sjá um tónlistina í framhaldsþáttunum, Broadchurch 2, sem byrjað er að framleiða, en sú vinna hefst næsta haust. „Þessi tilnefning opnar einhverjar dyr fyrir mig og nú getur maður farið að leika sér með stóru krökkunum. Þættirnir hafa líka verið mjög vinsælir, sýndir í hátt í 100 löndum, svo ég hef fengið mikið af tilboðum í kjölfarið á þeim vinsældum,“ segir Ólafur sem stefnir á rauða dregilinn við verðlaunaafhendinguna í London 28. apríl. „Ég held ég hafi ekkert val. Þetta er eins og með Óskarinn, sértu tilnefndur til Bafta mætirðu á svæðið. Ég er byrjaður að taka við umsóknum um hver fær að koma með mér. Búa til smá samkeppni.“ Tónlistarmaðurinn hefur verið á miklu flakki um heiminn undanfarið og eru næstu tónleikar hans í Varsjá í Póllandi þann 4. apríl á Electronics Festival. „Ég verð á einhverju flakki milli hátíða í sumar, það er allt að skýrast núna. Svo það er nóg að gera og mikið spennandi fram undan.“David Tennant, sem leikur Alec Hardy, og Olivia Colman í hlutverki Ellie Miller í sjónvarpsþáttunum Broadchurch.Vinsælir sjónvarpsþættir Spennuþættirnir Broadchurch hafa átt mikilli velgengni að fagna úti um allan heim. Þeir voru fyrst sýndir í Bretlandi í mars í fyrra og horfðu þá rúmlega 6 milljón manns á fyrsta þáttinn. Þeir eru tilnefndir til fimm Bafta-verðlauna auk tónlistarverðlaunanna. Meðal annars fyrir bestu leikstjórn og besta handritið. Með aðalhlutverk fara David Tennant og Olivia Colman. Byrjað er að framleiða aðra seríu og sér Ólafur einnig um tónlistina þar. Þá er hafin framleiðsla á bandarískri útgáfu af þáttunum sem fer í loftið næsta vetur og nefnist Gracepoint.So I guess my press releases will read "The BAFTA nominated composer" from now on.... :) http://t.co/KJWJQjHYRH— Ólafur Arnalds (@OlafurArnalds) March 24, 2014
Tengdar fréttir Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld "Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ 18. desember 2013 15:09 Ólafur Arnalds baðar sig í Tyrklandi Tyrkneski fjölmiðillinn Hürriyet birti skemmtilega mynd af tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Arnóri Dan Arnarsyni en þeir eru staddir í Tyrklandi. 21. nóvember 2013 09:00 Vinsælustu Íslendingarnir á Twitter Samskiptavefurinn Twitter nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hann var settur á markað í kauphöllinni í New York í gær. Íþróttaáhugafólk á Íslandi er afar duglegt að tísta. Nú sækja aðrir á og eru stjórnmálamenn vaxandi afl á Twitter, en þeir þurfa að afla sér frekari vinsælda ef þeir ætla sér að ná vinsælustu listamönnum og íþróttahetjunum. 8. nóvember 2013 09:16 Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur fyrir tónlist sína í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Broadchurch. 24. mars 2014 13:41 Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld "Ég ætla að bjóða upp á kósý tónleika í Kaldalónssal í Hörpu,“ 18. desember 2013 15:09
Ólafur Arnalds baðar sig í Tyrklandi Tyrkneski fjölmiðillinn Hürriyet birti skemmtilega mynd af tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Arnóri Dan Arnarsyni en þeir eru staddir í Tyrklandi. 21. nóvember 2013 09:00
Vinsælustu Íslendingarnir á Twitter Samskiptavefurinn Twitter nýtur vaxandi vinsælda hér á landi en hann var settur á markað í kauphöllinni í New York í gær. Íþróttaáhugafólk á Íslandi er afar duglegt að tísta. Nú sækja aðrir á og eru stjórnmálamenn vaxandi afl á Twitter, en þeir þurfa að afla sér frekari vinsælda ef þeir ætla sér að ná vinsælustu listamönnum og íþróttahetjunum. 8. nóvember 2013 09:16
Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur fyrir tónlist sína í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Broadchurch. 24. mars 2014 13:41