Viðskipti innlent

Eig­andi Vy-þrifa orðinn eini eig­andi Wokon

Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa sem er til rannsóknar hjá lögreglu meðal annars fyrir mansal er orðinn einn eigandi og framkvæmdastjóri Wokon ehf. sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

Viðskipti innlent

Loðnan við Vest­firði ekki nægi­lega mikil

Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.

Viðskipti innlent

Alvotech sagði 21 upp í gær

21 starfsmanni var sagt upp störfum hjá Alvotech í gær. Þar af voru fjórtán sem starfa á Íslandi. Þetta staðfestir Benedikt Stefánsson, forstöðumaður fjárfesta- og almannatengsla hjá Alvotech, í samtali við Vísi.

Viðskipti innlent

Hag­vöxtur 4,1 prósent í fyrra

Niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir síðasta ár benda til þess að hagvöxtur, það er breyting á landsframleiðslu á föstu verðlagi, hafi numið 4,1 prósent. Áætlað nafnvirði vergrar landsframleiðslu var 4.279 milljarðar króna.

Viðskipti innlent

Skagi inn í Kaup­höllina í stað VÍS

Skagi er nýtt móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Framtíðarskipulag samstæðunnar hefur verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS. 

Viðskipti innlent

Verð­bólga hjaðnar lítil­lega

Verðbólga mælist nú 6,6 prósent en hún var 6,7 prósent í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,33 prósent milli mánaða en verðbólgan hefur ekki verið lægri síðan í febrúar 2022.

Viðskipti innlent

Jafn­launa­vottun sé orðin að biss­ness

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar.

Viðskipti innlent

Hagnaður Nova tók stökk

Nova Klúbburinn hf. hagnaðist um 729 milljónir á síðasta ári og var það aukning um 35 prósent milli ára. Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru tæpir þrettán milljarðar og jukust um þær um 2,8 prósent frá 2023.

Viðskipti innlent

Ómar segir skilið við Securitas

Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóra frá júlí árið 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður hans hefur verið ráðinn.

Viðskipti innlent

Noona kaupir SalesCloud

Noona Labs ehf., sem á og rekur markaðstorgið Noona og rekstrarumsjónarkerfið Noona HQ, hefur fest kaup á öllu hlutafé í hugbúnaðarfyrirtækinu SalesCloud ehf., sem hefur um áraraðir þróað sölu- og greiðslukerfi fyrir veitingastaði, bari, hótel og ýmsa afþreyingu hér á landi og í Svíþjóð.

Viðskipti innlent

Kristín kveður Sýn

Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021.

Viðskipti innlent

Ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku banka

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans. Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur.

Viðskipti innlent

Engar torfur fundist enn í loðnuleitinni

Þriðja loðnuleitin frá áramótum, sem núna stendur yfir, hefur enn sem komið er ekki skilað neinni viðbót sem gefur tilefni til að ætla að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar þennan veturinn. Tvö leitarskip af þremur hafa lokið sinni yfirferð en það þriðja heldur áfram að leita næstu tvo til þrjá daga.

Viðskipti innlent