Viðskipti innlent

Erna Guðmundsdóttir nýr framkvæmdastjóri BHM

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Erna Guðmundsdóttir
Erna Guðmundsdóttir Mynd/BHM
Stjórn Bandalags háskólamanna (BHM) hefur ráðið Ernu Guðmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra bandalagsins. Erna hefur starfað sem lögmaður BHM í um áratug eða frá árinu 2007. Frá 2007-2014 var hún jafnframt lögmaður Kennarasambands Íslands þar til hún var ráðin í fullt starf hjá BHM. Á árunum 199-2007 var hún lögmaður BSRB og um skeið var hún einnig forstöðumaður starfsmannasviðs Tollstjóra.

Erna er fædd árið 1970 og lauk hún embættisprófi rfrá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1999. Hún öðlaðist réttindi til að vera héraðsdómslögmaður árið 2001. Hún hefur einnig lokið BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Hún hefur setið í fjölmörgum nefndum og vinnuhópum á vegum BHM, m.a. í samninganefndum vegna kjaraviðræðna. Þá hefur hún setið í stjórn Vinnueftirlitsins frá árinu 2015, samráðsnefnd velferðarráðuneytisins vegna EES-samningsins frá árinu 1999 og sat í ráðgjafarnefnd EFTA á árunum 1999–2006.

„Það er mikið ánægjuefni að Erna hafi þegið boð stjórnar BHM um að taka að sér starf framkvæmdastjóra bandalagsins. Hún á að baki farsælan feril sem lögmaður bandalagsins í tæpan áratug og hefur mjög yfirgripsmikla þekkingu á málefnum vinnumarkaðar. Ég er sannfærð um að ráðning hennar í starf framkvæmdastjóra mun reynast heillaspor fyrir bandalagið,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×