Erfitt að umbuna hjá lögreglu nema með stöðuhækkunum Snærós Sindradóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Lögreglumenn stóðu í harðri kjarabaráttu á árinu. Það reynist erfitt að umbuna þeim með hærri launum án þess að veita þeim stöðuhækkun. Sveigjanleika skortir að mati lögreglustjóra. Fréttablaðið/Pjetur Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu. Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu.
Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15