Erfitt að umbuna hjá lögreglu nema með stöðuhækkunum Snærós Sindradóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Lögreglumenn stóðu í harðri kjarabaráttu á árinu. Það reynist erfitt að umbuna þeim með hærri launum án þess að veita þeim stöðuhækkun. Sveigjanleika skortir að mati lögreglustjóra. Fréttablaðið/Pjetur Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu. Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu.
Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15