Erfitt að umbuna hjá lögreglu nema með stöðuhækkunum Snærós Sindradóttir skrifar 4. janúar 2016 07:00 Lögreglumenn stóðu í harðri kjarabaráttu á árinu. Það reynist erfitt að umbuna þeim með hærri launum án þess að veita þeim stöðuhækkun. Sveigjanleika skortir að mati lögreglustjóra. Fréttablaðið/Pjetur Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu. Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Tæplega 41 prósent lögreglumanna á landinu gegnir yfirmannsstöðu sé tekið meðaltal starfsmanna hjá öllum níu lögregluumdæmum landsins, auk ríkislögreglustjóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinuHlutfall óbreyttra lögreglumanna fer hæst í 69 prósent hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra og tæp 68 prósent hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lægst er hlutfall óbreyttra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, 40 prósent, og svo 31 prósent hjá ríkislögreglustjóra. Sé bara horft til lögregluembættanna níu er hlutfall óbreyttra lögreglumanna 63,5 prósent á móti 36,5 prósentum sem gegna yfirmannsstöðu. Um áramótin síðustu var lögregluumdæmum fækkað og þau sameinuð til hagræðingar. Það er meðal annars ástæða mikils fjölda yfirmanna. „Auðvitað er markmiðið að fjölga þeim sem eru að sinna verkefnunum úti í umdæminu en ekki stjórnendum,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að gera það í einu vetfangi því það má ekki taka stöður af fólki sem það er komið með. Í mínum huga þarf að fletja út píramídann til að boðleiðirnar séu ekki of langar.“ Tölurnar eru fengnar frá embætti ríkislögreglustjóra. Þær sýna sundurliðaðan fjölda lögreglumanna eftir stöðum þeirra. Sé tekið mið af tölunum er um fimm yfirmannsstöður að ræða innan lögreglunnar, fyrir utan lögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra. Þær eru: Yfirlögregluþjónn, aðstoðaryfirlögregluþjónn, aðalvarðstjóri, lögreglufulltrúi og varðstjóri.Aðeins rannsóknarlögreglumenn og lögreglumenn hafa ekki mannaforráð en rannsóknarlögreglumenn eru þó með hærri tekjur en almennir lögreglumenn. Sigríður segir að lögreglufulltrúar hafi ekki alltaf mannaforráð heldur fari þeir í sumum tilfellum með forráð ákveðins málaflokks eða verkefnis. „Í núverandi launaumhverfi lögreglunnar er erfitt að umbuna lögreglumönnum fyrir vel unnin störf nema með stöðuhækkunum. Aukinn sveigjanleiki, til dæmis með meira fjármagni inn í stofnanasamninga, getur haft áhrif á hlutfall stjórnenda,“ segir Sigríður. Hún segir það markmið sitt að fletja skipulag lögreglunnar út. „Það þarf ekki sex eða sjö manna keðju sem skilaboðin þurfa svo að berast upp og niður um.“ Á landinu starfa 23 yfirlögregluþjónar sem allir eru karlar. Hlutfall kvenna í yfirmannsstöðum er hæst hjá lögreglufulltrúum eða 19,1 prósent. Fjórar konur eru lögreglustjórar á landinu.
Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30 Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Grunaður um leka: Gegndi yfirmannsstöðu hjá upplýsinga- og fíkniefnadeild á sama tíma Afar óeðlilegt er að sami maður gegni báðum stöðum að sögn yfirmanns í dönsku lögreglunni. 21. desember 2015 11:30
Lögreglumaðurinn sem var færður til í starfi gegndi stöðu yfirmanns hjá LRH Samkvæmt heimildum Vísis var málinu ekki vísað til ríkissaksóknara þegar ástæða þótti til að færa yfirmanninn til í starfi. 16. desember 2015 11:15