Íslenski boltinn

Er þessi bolti ekki örugglega inni? | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Boltinn virðist vera kominn langt yfir línuna frá þessu sjónarhorni.
Boltinn virðist vera kominn langt yfir línuna frá þessu sjónarhorni. Vísir/Pjetur
Mikið er rætt og ritað um markið sem Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, vildi fá dæmt þegar hann skallaði boltann af afli í slána og niður í sigurleik Hlíðarendapilta gegn KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudagskvöldið.

Mörgum fannst boltinn vera inni þegar rýnt var í sjónvarpsupptökur en norðanmaðurinn Áskell Þór Gíslason sem stóð vaktina á hliðarlínunni, aðstoðardómari 1 í leiknum, þurfti að taka ákvörðun á svipstundu og úrskurðaði boltann ekki allan inn fyrir línuna.

Í svona atvikum getur verið erfitt að sjá hvort boltinn sé kominn allur inn en hann þarf eins og flestir vita að fara alveg yfir línuna til þess að mark sé dæmt. Boltinn getur litið út fyrir að vera inni frá mörgum sjónarhornum þrátt fyrir að hann sé í raun og veru ekki allur kominn yfir línuna.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis og fyrrverandi milliríkjadómari, setti upp þessa skemmtilegu myndasyrpu á gervigrasinu í Safamýri þar sem boltanum var stillt upp á einum stað og hann myndaður frá sex mismunandi sjónarhornum. Á flestum myndunum virðist boltinn vera kominn vel yfir línuna. En annað kemur í ljós.

Sjónarhorn dómarans.Vísir/Pjetur
Sjónarhorn aðstoðardómara frá vítapunkti.Vísir/Pjetur
Sjónarhorn aðstoðardómara frá markteig.Vísir/Pjetur
Sjónarhorn aðstoðardómara frá markteig.Vísir/Pjetur
Sjónarhorn aðstoðardómara frá hornfána. Boltinn ekki inni eftir allt saman.Vísir/Pjetur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×