Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun