Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun