Er allur þjófnaður í matvöruverslunum tilkynntur til lögreglu? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur talsmaður matvöruverslunar mætt reglulega á útvarpsstöðina Bylgjuna og fjallað um vandamál sem verslun á Íslandi hefur þurft að glíma við; þjófnað í verslunum. Svo virðist sem töluvert sé um að fólk komi í verslanir og borgi ekki fyrir þær vörur sem það tekur með sér heim. Hins vegar er afar óljóst hvert markmið þessarar árlegu umræðu er. Ólíklegt að er að umræðan höfði svo til samvisku þjófa og þeir bæti sitt ráð, enda er vandinn jafnan síst minni ári síðar. Mögulega er talsmaðurinn með þessari umræðu að réttlæta hækkun á vöruverði þar sem þessi rýrnun leiðir óhjákvæmilega til hærra vöruverðs til heiðarlegra viðskiptavina. Þriðja skýring á þessari árlegu umræðu er að talsmaðurinn sé að höfða til árvekni heiðarlegra viðskiptavina, að þeir láti vita ef þeir verða varir við þjófnað í matvöruverslunum. Í því ljósi tel ég rétt að tilkynna um það sem ég tel vera tilraun til þjófnaðar í matvöruverslun. Nýlega sá ég í verslun Krónunnar auglýst hilluverð á erlendum frosnum kalkúnum á 1.278 kr. hvert kíló. Þetta verð var með afslætti þar sem áður auglýst kílóverð var 1.598 kr./kg. Ég keypti tvo kalkúna, samtals 8,485 kg. Við kassa borgaði ég 13.559 kr. sem samrýmdist verðinu fyrir afslátt. Ég benti á þessi mistök en starfsmaður á kassa sagði mig hafa litið rangt á hilluverðið og leiðrétti því ekki söluverðið. Eftir að hafa greitt uppsett verð kannaði ég sjálfur hilluverðið og sá að mistökin voru verslunarinnar, ekki mín. Auglýst hilluverð var 1.278 kr. hvert kg. Verslunar- eða vaktstjóri leiðrétti villuna með því að rétta mér snepil sem reyndist vera inneignarnóta fyrir 2.600 kr. Ég fékk ekki reiðufé til baka en það hefðu átt að vera eðlileg viðbrögð miðað við aðstæður. Tveimur dögum síðar fer ég í sömu Krónuverslun. Forvitni mín rak mig áfram með frosinn kalkún í fanginu að kassa þar sem ég bað um verðkönnun. Aftur var kassaverð 1.598 kr./kg en auglýst hilluverð 1.278 kr. Ég bað saklausan kassastarfsmann um að kalla á verslunar- eða vaktstjóra. Vaktstjórinn (sem nú var annar en tveimur dögum fyrr) sagðist vita um þetta misræmi og það þyrfti að leiðrétta þetta með aðkomu vaktstjóra í hvert skipti því illa gengi að fá kassaverðið leiðrétt í tölvukerfinu. Mér var ekki ljóst hvort vaktstjóri væri með þessu að segja að henni þætti eðlilegt að aðeins vökulir viðskiptavinir fengju vöruna á auglýstu verði. Vera má að þetta endurtekna misræmi kassaverðs og hilluverðs sé afleiðing af röð mistaka. En þetta tilfelli sem ég lýsi hér að ofan er ekki eina dæmið sem ég hef orðið vitni að á íslenskum matvörumarkaði. Mistökin eiga sér stað ár eftir ár í fleiri verslunum en bara Krónunni. Mistökin sem ég hef orðið var við og læt starfsmenn vita af í góðu skipta tugum. Það getur varla verið svo flókið að reka verslun að það sé ekki hægt virða þennan rétt viðskiptavina. Ef talsmenn matvöruverslunar vilja með sanni uppræta þjófnað í matvöruverslunum þá hljóta þeir að sjá til þess að verslanir sem auglýsa afslátt sýni þá lágmarkskurteisi að auglýst verð sé í samræmi við það verð sem viðskiptavinur greiðir, annað er þjófnaður. Neytendur eiga þennan einfalda rétt og ekki er hægt að líða að á honum sé troðið. Næst þegar ég stend matvöruverslun að því að hafa af mér fé með röngum óheiðarlegum auglýsingum um afslátt sem ekki stenst mun ég líklega kæra þann þjófnað í versluninni til lögreglu. Slík tilkynning væri í samræmi við auglýstar starfsreglur sumra verslana sem tilkynna að „allur þjófnaður í versluninni er tilkynntur til lögreglu" eða var það „allur þjófnaður úr versluninni"? Talsmaður Krónunnar svaraði ekki tilboði mínu um að birta svar við þessum skrifum á sama tíma heldur bauð mér bætur fyrir óþægindin. Bætur sem ég ekki þáði.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun