Viðskipti erlent

Enn lækkar verð á minkaskinnum

Svipmynd frá uppboði Kopenhagen Fur
Svipmynd frá uppboði Kopenhagen Fur
Verð á minkaskinnum hélt áfram að lækka þegar uppboð hófst í gær hjá uppboðshúsinu Kopenhagen Fur.

Strax varð níu prósenta lækkun  eftir samtals 40 prósenta  lækkun úr tveimur síðustu uppboðum. Lækkunin er mest í lélegri flokkunum, en íslensk skinn flokkast með þeim bestu.

Offramboðs hefur gætt á þessum markaði að undanförnu, en íslenskir loðdýrabændur telja að þessi mikla verðlækkun að undanförnu verði til þess að margir loðdýrabændur ytra, einkum þeir sem ekki ná hæstu gæðum í framleiðslunni hætti ræktun og að jafnvægi komist á markaðinn á ný.-






Fleiri fréttir

Sjá meira


×