Erlent

Endurheimtu stolin Van Gogh málverk

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
View of the Sea at Scheveningen frá 1882.
View of the Sea at Scheveningen frá 1882. Vísir/getty
Ítölsk lögregluyfirvöld segjast hafa fundið tvö málverk eftir hollenska listamanninn Vincent Van Gogh sem hurfu úr listasafni í Amsterdam árið 2002. Málverkin fundust í umfangsmikilli aðgerð lögreglu gegn skipulögðum glæpahópum.

Málverkunum var stolið úr Van Gogh listasafninu, eftir að þjófar brutust inn um þakglugga á listasafninu. Þar er stærsta safn málverka eftir listamanninn og eitt þekktasta listasafn heims.

Um er að ræða málverkin Congregation Leaving the Reformed Church in Nuene frá 1884 og View of the Sea at Scheveningen frá 1882.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×