En ég vil ekki verða fræðimaður Esther Hallsdóttir skrifar 28. janúar 2017 14:58 Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00 Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Sjá meira
Eitt sinn hafði ég orð á því við kennara að áfanginn sem ég sat í tengdist á engan hátt neinu sem hægt væri að kalla raunveruleika. Áfanginn fjallaði um fræðilegar hugmyndir merkra manna og gagnrýni þeirra hvern á annan. Svörin sem ég fékk við minni vonleysislegu gagnrýni voru þau að þekkingin kæmi að notum þegar ég yrði sjálf fræðimaður innan greinarinnar.Það fólst ekki mikil huggun í þeim orðum, þar sem ég hafði aldrei beint séð sjálfa mig fyrir mér í fræðimennsku til framtíðar. Eftir því sem ég best veit, gera fæstir samnemendur mínir það heldur. Það endurspeglast í því að árið 2015 útskrifuðust 1710 úr grunnámi við Háskóla Íslands, 913 úr meistaranámi en einungis 63 úr doktorsnámi. Flestir eru á leið út á vinnumarkað eftir grunn- eða framhaldsnám, í önnur störf. Áherslur Háskóla Íslands endurspegla ekki þennan raunveruleika. Skólinn leggur upp með góða fræðilega menntun sem gefur nemendum skilning á undirstöðuatriðum í sínum fræðigreinum. Sú þekking er vissulega mikilvæg. Fyrir þau sem ekki vilja verða fræðimenn skiptir hins vegar höfuðmáli að skólinn byggi brú milli slíkrar þekkingar og beitingu hennar í starfi. Bæði með því að miða kennslu að auknum mæli að viðfangsefnum samtímans og einnig með auknum formlegum tengslum við aðila á vinnumarkaði. Ég kynntist því sjálf hversu miklu það breytir að leggja áherslu á praktíska nálgun í kennslu þegar ég fór í skiptinám til Bandaríkjanna. Í stað þess að tímarnir byggðust upp í kringum hugtök og utanbókarlærdóm snerust þeir um raunveruleg dæmi, aðstæður og áskoranir sem þeir sem eru með mína menntun eru að kljást við í dag. Í kjölfarið stigmagnaðist áhugi minn á efninu með hverjum tíma sem ég mætti í. Þegar kemur að því að byggja upp samstarf milli háskóla og atvinnurekenda mætti til dæmis mjög einfaldlega bjóða upp á að taka valáfanga í starfsnámi gegn einingum. Að sama skapi væri hægt að opna verkefnagátt þar sem fyrirtæki og stofnanir gætu sent inn hugmyndir að lokaverkefnum sem nemendur gætu svo unnið í samstarfi við viðkomandi aðila hafi þeir áhuga á því. Formlegur samstarfsvettvangur líkt og önnur hvor þessi hugmynd gæti svo leitt af sér aukið óformlegt samstarf og greitt götu nemenda í atvinnuleit að námi loknu. Þó að skref hafi verið tekin í rétta átt hefur hingað til skort skýran vilja stjórnenda og starfsmanna Háskóla Íslands til að byggja upp raunverulegt samstarf við vinnumarkaðinn. Við nemendur þurfum að þrýsta á hugarfarsbreytingu og við í Vöku munum leggja allt kapp á það.
Ég hefði getað drepið einhvern Hjartað mitt tók stóran kipp er ég uppgötvaði að ég hafði gefið sjúklingnum röng lyf. Mér leið eins og að ég væri komin með óhreint sakavottorð. Eins og glæpamaður á flótta. 27. janúar 2017 12:00
Stakkahlíð lekur eins og Mossack Fonseca Ekki hefur verið sett fjármagn í að laga þessa leka. Ekki króna. 26. janúar 2017 12:00
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun