Lífið

Embætti stigavarðarins lagt niður í Gettu Betur

Þórhildur Ólafsdóttir og Örn Úlfar Sævarsson halda utanum stjórnartaumana í Gettu Betur þetta árið. Embætti stigavarðar hefur verið lagt niður en fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa gegnt því hlutverki eins og Katrín Jakobsdóttir og Þóra Arnórsdóttir.
Fréttablaðið/E.ÓL
Þórhildur Ólafsdóttir og Örn Úlfar Sævarsson halda utanum stjórnartaumana í Gettu Betur þetta árið. Embætti stigavarðar hefur verið lagt niður en fjölmargir nafntogaðir Íslendingar hafa gegnt því hlutverki eins og Katrín Jakobsdóttir og Þóra Arnórsdóttir. Fréttablaðið/E.ÓL
Örn Úlfar Sævarsson
„Þetta var hugmynd sem kom fram á fundum í sumar, að hafa tvo dómara. Og þar með datt stigavörðurinn eiginlega út,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, annar af spurningahöfundum og dómurum Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.

Ákveðið hefur verið að leggja niður embætti stigavarðarins sem frá upphafi keppninnar hefur setið við hægri hönd dómarans og talið stiginn. Þórhildur Ólafsdóttir, fréttakona sjónvarpsins á Norðurlandi, hefur verið ráðin í starf hins dómarans og spurningahöfundar.

Fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar hafa gegnt þessu embætti með miklum myndarskap, meðal annars mennta-og menningarmálaráðherrann Katrín Jakobsdóttir, fréttakonan Þóra Arnórsdóttir, Svanhildur Hólm, framkvæmdarstjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og svo þeir Ásgeir Erlendsson og Marteinn Sindri Jónsson sem var síðasti maðurinn í stólnum.

Örn Úlfar verður dómari þriðja árið í röð og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er hann fyrsti maðurinn til að ná þeim áfanga. „Ég var mjög kaldur þegar falast var eftir kröftum mínum en þegar ég heyrði af þessum hugmyndum, að dómararnir gætu orðið tveir og að vinnuálagið yrði þar af leiðandi helmingi minna varð þetta strax meira heillandi,“ segir Örn en hann og Þórhildur hafa þegar hist á nokkrum fundum og borið saman bækur sínar. „Hún er alveg frábær og mikið spurningaljón.“

Örn segir jafnframt að áhorfendur megi búast við öðrum breytingum, meðal annars uppstokkun spurninga og annað slíkt. Hann tekur hins vegar af allan vafa að þátturinn fari að snúast uppí einhver fíflalæti, engin verði látin hlaupa eða fái slím yfir sig. „Við viljum auðvitað standa vörð um anda þáttarins sem stendur á gömlum merg. Við förum því hægt í allar breytingar og gerum það af ábyrg, Gettu Betur er hálfgerður íþróttaþáttur og við vitum af liðum sem eru þegar byrjuð að undirbúa sig.“

freyrgigja@frettabladid.is

asdf
F18281210 Rökstólr 20





Fleiri fréttir

Sjá meira


×