Viðskipti erlent

Ellefu með réttarstöðu sakbornings vegna falls Amagerbanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkissaksóknarinn tekur skýrt fram að þessi ákvörðun þýði ekki endilega að það sé ástæða til þess að höfða mál.
Ríkissaksóknarinn tekur skýrt fram að þessi ákvörðun þýði ekki endilega að það sé ástæða til þess að höfða mál. Vísir/Pjetur
Ellefu manns í Danmörku hafa fengið réttarstöðu sakborninga vegna brota á hegningarlögum og lögum um fjármálastarfsemi í tengslum við gjaldþrot Amagerbanka. Þetta staðfestir Morten Niels Jakobsen ríkissaksóknari í samtali við danska ríkisútvarpið.

„Við komumst að þeirri niðurstöðu að það var kominn rétti tíminn til þess að kæra viðkomandi aðila. Þetta gerum við með tillit til réttaröryggis sakborninganna og rannsóknin framundan mun leiða í ljós hvort það er tilefni til endanlegrar ákæru,“ segir Niels í samtali við DR.

Ríkissaksóknarinn tekur skýrt fram að þessi ákvörðun þýði ekki endilega að það sé ástæða til þess að höfða mál. Hann vill ekki segja frá hverjir hafi fengið réttarstöðu sakborninga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×