Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn 14. júlí 2011 12:05 Tveir nýir sigkatlar komu í ljós. Mynd/ Oddur Sigurðsson. Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. Flóðbylgjan, sem braust fram undan vestanverðum Vatnajökli í fyrrinótt, og fór niður í Hágöngulón, Köldukvísl og Þórisvatn, virðist hafa átt upptök sín á svæði skammt austan Hamarsins í vesturjaðri jökulsins. Oddur segir að þar hafi myndast tveir sigkatlar, á stað þar sem ekki var vitað um jarðhita áður. Annar sé hringlaga og þröngur en hinn breiðari og aflangur. Þeir séu þó miklu minni en Skaftárkatlarnir, sem Skaftá hlaupi úr.Sigkatlarnir sjást greinilega. Mynd/ Oddur Sigurðsson.Oddur telur að kvika hafi hugsanlega brotist upp til yfirborðs í fyrradag. Þarna sé greinilega hiti undir jöklinum á stað þar sem ósennilegt er að hafi verið hiti áður. Örlítil gusa af jarðefnum kunni að hafa komið upp. Oddur segir að ef þarna hafi gosið þá hafi það staðið stutt yfir. Það hafi þá verið augnabliksfyrirbrigði. Efnagreiningar muni þó væntanlega gefa vísbendingar um hvort þarna hafi gosið. Spurður hvort búast megi við frekari atburðum þarna svarar Oddur að hann hafi alltaf átt von á að þarna kæmi eitthvað upp. Allur vestanverður Vatnajökull sé hávirkt svæði og nálægt miðju heita reitsins svokallaða, eldvirkasta svæðis landsins. Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. Flóðbylgjan, sem braust fram undan vestanverðum Vatnajökli í fyrrinótt, og fór niður í Hágöngulón, Köldukvísl og Þórisvatn, virðist hafa átt upptök sín á svæði skammt austan Hamarsins í vesturjaðri jökulsins. Oddur segir að þar hafi myndast tveir sigkatlar, á stað þar sem ekki var vitað um jarðhita áður. Annar sé hringlaga og þröngur en hinn breiðari og aflangur. Þeir séu þó miklu minni en Skaftárkatlarnir, sem Skaftá hlaupi úr.Sigkatlarnir sjást greinilega. Mynd/ Oddur Sigurðsson.Oddur telur að kvika hafi hugsanlega brotist upp til yfirborðs í fyrradag. Þarna sé greinilega hiti undir jöklinum á stað þar sem ósennilegt er að hafi verið hiti áður. Örlítil gusa af jarðefnum kunni að hafa komið upp. Oddur segir að ef þarna hafi gosið þá hafi það staðið stutt yfir. Það hafi þá verið augnabliksfyrirbrigði. Efnagreiningar muni þó væntanlega gefa vísbendingar um hvort þarna hafi gosið. Spurður hvort búast megi við frekari atburðum þarna svarar Oddur að hann hafi alltaf átt von á að þarna kæmi eitthvað upp. Allur vestanverður Vatnajökull sé hávirkt svæði og nálægt miðju heita reitsins svokallaða, eldvirkasta svæðis landsins.
Tengdar fréttir Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. 13. júlí 2011 19:02