Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:21 Birnan virðist hafa synt hingað til lands. Hún var felld í nótt. Vísir/Getty/Karitas Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina. Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ekkert val var um annað en að fella ísbjörninn sem gekk á Skaga í nótt að sögn lögreglu. Heimafólk á bænum Hvalnes á Skaga tilkynnti lögreglu um dýrið seint í gærkvöldi. „Það er bara þannig að það sem efst er í forgangslistanum það er að tryggja öryggi fólks og það var mjög stutt þarna í næstu býli, einhverjir hundrað metrar, og það var ekkert val um annað en að fella dýrið. Síðan var ferðafólk alls staðar á ferðinni í tjöldum og allavega,“ sagði Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki en Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgunnar, ræddi við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.Kristján yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki.Vísir/Jón SigurðurKristján var á vaktinni í nótt þegar ábúendur á Hvalnesi hringdu á lögreglu eftir að hafa orðið vör við bjarndýrið. Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi, sagði bjarndýrið, sem var birna, hafa verið með blautan feld þegar það var fellt. Það gefi til kynna að birnan hafi verið tiltölulega nýkomin á land, hinsvegar getur einnig verið að hún hafi verið að svamla í fjörunni í einhvern tíma áður en íbúar á svæðinu urðu hennar varir. Sjá einnig: Ísbjörn á land á skaga: „Við trúðum þessu ekki“ „Við köllum út nokkrar vanar skyttur um leið og við heyrum þetta og svo þegar við komum á staðinn var dýrið fellt. Gerðist mjög hratt og hreinlega,“ sagði Kristján. Jón Sigurjónsson á bænum Garði í Hegranesi er sérstaklega góð skytta en hann var kominn á staðinn þegar lögreglu bar að garði. Hann skaut að lokum dýrið og þurfti aðeins eitt skot til. „Já það var ró yfir öllu, börnunum var komið inn og þeir fullorðnu voru úti við og fylgdust með. Dýrið var á ferðinni þangað til það lagði sig og við vildum ekki missa sjónar af því, það var aðalatriðið,“ sagði Kristján. Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. Fimm bjarndýr hafa gengið á land hér síðan þá. „Eins og þú segir, þetta er búið að gerast nokkuð oft og ég held það væri mikið gáleysi að búast ekki við því að það geti gerst aftur og aftur,“ sagði Kristján. Hann sagðist jafnframt trúa að íbúar sem búa á þessu svæði við ströndina séu vakandi fyrir því að þetta sé möguleiki, að bjarndýr gangi á land við ströndina.
Tengdar fréttir Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Ísbjörn heldur sig í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra. Jóhann Bragason segir aðeins sjö af fimmtíu hafa mætt á vinnustað hans í Nanortalik í gær. 20. febrúar 2016 07:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Ísbjörn á land á Skaga: "Við trúðum þessu ekki“ Karitas Guðrúnardóttir, íbúi á Hvalnesi á Skaga, sá hvítabjörn í útreiðartúr um landið sitt í gærkvöldi. 17. júlí 2016 09:46