Ekkert, Eggert Örn Bárður Jónsson skrifar 2. janúar 2013 06:00 Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun