Einkennileg staða sauðfjárframleiðslu á Íslandi Ólafur Arnalds skrifar 19. maí 2016 00:00 Sauðfjárframleiðsla landsins er í einkennilegri stöðu. Atvinnugreinin virðist veigra sér við að ganga á hönd nýrra tíma, viðurkenna umhverfisvanda, gríðarlegt vistspor á mörgum svæðum og breyttar neysluvenjur samfélagsins. Um leið eru teknar fúlgur fjár frá samfélaginu til að styrkja greinina. Vitaskuld er almennur skilningur á að styðja þurfi við hinar dreifðu byggðir landsins, þ.a.m. sauðfjárrækt. En að nota til þess nálega aldargamlan hugsunarhátt er alveg út í hött. Fyrirliggjandi búvörusamningur mun færa málaflokkinn aftur um áratugi og auka núverandi offramleiðslu. Það eitt gæti kostað skattborgara 15-30 milljarða aukalega á samningstímanum. Samningurinn mun jafnframt auka álag á illa farið beitiland. Hér verða tíunduð 12 atriði sem sýna að við þetta ástand verður ekki við búið lengur.1. Beit á ónýtu landi Sauðfjárbeit tíðkast enn á svæðum sem þola enga beit. Sú staða er í raun alvarlegt skipbrot í umhverfismálum þjóðarinnar, staða sem ítrekað hefur verið bent á, m.a. af OECD og fagaðilum innanlands sem utan. Slík nýting er rányrkja, ennþá styrkt af skattborgurum landsins. Atvinnugreinin og Landgræðsla ríkisins búa við um 50 ára gömul úrelt lög sem koma ekki í veg fyrir beit á ónýtu landi. Úrskurður ítölunefnda og beit á Almenningum ofan Þórsmerkur dró þá staðreynd skýrt fram. Beit á auðnum og rofsvæðum skaðar augljóslega ímynd afurðanna á landsvísu og þar með afkomu annarra bænda.2. Minnkandi neysla innan lands og útflutningur kjöts Um þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, eða svipað magn og á tímum offramleiðslunnar 1975-1980. Það er ekki eftirspurn sem ræður ferð; þegar upp er staðið er kjötið niðurgreitt til erlendra kaupenda, á kostnað íslenskra skattborgara. Neysla hérlendis hefur dregist hratt saman, úr nærri 42 kg 1975 í 21 kg árið 2014. Gríðarleg fjölgun ferðamanna breytir hér litlu um. Samningar við ríkisvaldið sýna að hlutaðeigandi virðast neita að horfast í augu við þessar einföldu staðreyndir.3. Stuðningur við dreifbýlið og merkileg erfðaauðlind Vitaskuld er stuðningur við sauðfjárframleiðslu mikilvægur fyrir viðhald byggða á nokkrum svæðum landsins og ætti að skoðast í því ljósi. Jafnframt er sauðfjárstofn landsins mjög merkileg erfðaauðlind og það er skylda okkar að viðhalda stofninum. En stundum kæmi stuðningur í öðru formi að mun meiri notum fyrir byggðalögin. Það væri t.a.m. oft vænlegri leið að styrkja ný og burðugri atvinnutækifæri.4. Mikill stuðningur á svæðum þar sem hans gerist ekki þörf Það vekur furðu að samfélagið styrkir að fullu sauðfjárrækt á svæðum þar sem þess er ekki þörf. Þar sem önnur tækifæri til framfærslu eru næg og mættu njóta meiri stuðnings; á svæðum þar sem sauðfjárframleiðsla veldur jafnvel árekstrum og átökum.5. Einkennileg lög um beitarréttindi og fordæmalaust réttleysi annarra Einkennileg lög gilda um réttindi sauðfjáreigenda til að beita annarra manna land. Til eru bændur sem byggja afkomu sína á beit á víðfeðm svæði í eigu annarra, í óþökk landeigenda. Fátt er til ráða því lögin, sem eru aftur úr grárri forneskju, eru í hag þeirra sem virða ekki eignarréttinn. Rannsóknir sýna að þetta hefur haft mjög slæm áhrif á framkvæmd landnýtingarþáttar í gæðastýringu og í sumum tilfellum valdið djúpstæðum ágreiningi. Eitt sveitarfélag er skammað fyrir lélega smölum á fé í eigu landeigenda í allt öðru sveitarfélagi. Skógarbóndinn er rukkaður af bændum fyrir það að þeir sömu bændur koma og smala fé sínu úr skógræktargirðingunni.6. Gæðastýringin – landnýtingarþáttur virkar ekki sem skyldi Þó landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt hafi víða leitt til bættrar meðferðar lands þá er það því miður ekki svo alls staðar og enn eru auðnir og rofsvæði nýtt til beitar. Stóru ágreiningsmálin eru algjörlega óleyst. Rannsóknir sýna að bændur vilja aukið eftirlit og eftirfylgni með gæðastýringunni - að skussarnir séu ekki verðlaunaðir. Fáir en háværir bændur finna því allt til foráttu að stuðningur þjóðarinnar við þá sé háður skilyrðum um gott beitiland og sjálfbæra landnýtingu.7. „Árásir á bændur og sauðkindina“ og afneitunarfræði Náttúrufræðingar sem leikmenn hafa bent á slæmt ástand landsins áratugum saman. Oftlega er þessum ábendingum mætt af hörku, þær kallaðar „árásir á bændur“, og gagnrýnendurnir „hatursmenn sauðkindarinnar“ eða þaðan af verra. Sannleikurinn er hins vegar sá að flestir þeirra er vilja að nýting lands fari eftir gæðum þess hafa ekkert á móti sauðkindinni og bændum. Ábendingum hefur ýmist verið mætt af tómlæti eða fremur öfgafullum viðbrögðum, m.a. í garð Landgræðslu ríkisins, þar sem beitt er klassískum afneitunarfræðum. Mikilvægt er að viðurkenna vandann og síðan að setjast niður saman og leita lausna. Það eru margar leiðir færar.8. Alþjóðlegir samningar Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegum sáttmálum á sviði umhverfismála, m.a. um varnir gegn landeyðingu, loftslagssamningnum og samningnum um líffræðilega fjölbreytni. Allir þessir samningar tengjast og allir gera þeir ráð fyrir að spornað sé gegn landeyðingu og unnið að endurheimt hnignaðra vistkerfa. Vissulega er víða unnið ötullega að vistheimt á Íslandi, en slæmu ástandi á meginsvæðum illa farins lands er engu að síður haldið við með beit. Það er í trássi við þessa alþjóðlega samninga og skuldbindingar okkar gagnvart landinu sjálfu. Því þarf að breyta.9. Vistspor sauðfjárframleiðslu Það verður æ skýrara að sauðfjárframleiðsla er með hvað stærsta vistsporið fyrir matvælaframleiðslu í heiminum. Hvert kíló kjöts er á við tugi kílómetra akstur á heimilisbílnum hvað varðar losun gróðurhúsaloftegunda. Á illa grónu landi, þar sem önnur umhverfisáhrif bætast við, verður vistsporið stjarnfræðilega stórt. Það er ekki góður sölupunktur fyrir ävistvæna“ kjötframleiðslu. Friðun illa farinna svæða fyrir beit skilar hins vegar gríðarlega mikilli bindingu gróðurhúsalofttegunda í vistkerfum.10. Einkennileg söluátak - „Roaming free since 874“ Nú er hafið átak til þess að auka sölu lambakjöts á erlendri grund undir slagorðinu „Roaming free since 874“. Og hugtökin „sjálfbærni“ og „náttúruleg framleiðsla“ fylgja í kaupbæti. En samt hefur ekkert orðið íslenskum vistkerfum að meira tjóni en þessi beit, ekki síst fyrr á tímum. Herferðin særir sómatilfinningu landverndarfólks. Og af hverju eiga íslenskir skattgreiðendur að borga fyrir lúxusafurðir ofan í útlendinga?11. Tekjur sauðfjárbænda Atvinnugreinin stendur mjög höllum fæti og þarfnast stöðugs stuðnings. Tekjur sauðfjárbænda af framleiðslunni eru oft litlar. Það er vert að hafa það í huga að þrátt fyrir ríkisstyrki og sölu afurðanna vinna flestir bændur einnig utan búsins til að afla tekna til að „greiða niður búskapinn“.12. Réttlæting fyrir óbreyttu ástandi - rökstuðningur Rökstuðningur sem færður hefur verið fyrir áframhaldandi kerfi og að ekki sé ástæða til að skerpa enn frekar á tengslum styrkja við ástand lands er margvíslegur: A) „Gæðastýring landnýtingarþáttar tryggir sjálfbæra landnýtingu“. Vissulega hefur gæðastýringin skilað góðum árangri á mörgum stöðum – skref í rétta átt. En hún hefur einnig leitt til togstreitu og í raun beint augum frá stóru vandamálunum. Auðnir og rofsvæði eru ennþá nýtt til beitar og stundum er gæðastýringin beinlínis notuð til þess að réttlæta áframhaldandi ranga nýtingu. B) „Bændur eru sannir vörslumenn landsins“ (og verkefnið „Bændur græða landið“, BGL er tekið sem dæmi). Vissulega er BGL gott verkefni og árangurinn víða góður. En verkefnið tekur ekki á stóru vandamálunum og það er, eins og gæðastýringin, oftlega notað til þess að réttlæta ranga landnýtingu. C) „Fé fækkar og landið er að gróa upp“ og þá eru tilgreindir þættirnir betra veðurfar, fækkun sauðfjár og betra beitarskipulag. Ábending forsvarsmanna bænda um bætta landkosti í kjölfar fækkunar fjár er vitaskuld viðurkenning á þessu samhengi, sem er af hinu góða. Sauðfé er nú með því alflesta sem verið hefur í Íslandssögunni, en ekki gengur að miða við fjárfjöldann 1980, sem var stjórnlaus og fordæmalaus. Fé mun fjölga, jafnvel hratt, í kjölfar nýrra búvörusamninga. Vissulega hafa beitarhættir víða batnað, með styttri beitartíma og eru sum svæði að verða betur gróin á síðustu árum (meiri blaðgræna). Rannsóknir sýna þó að landið grær fyrst og fremst þar sem dregið hefur verið verulega úr beitarálagi. D) „Breytingar á stuðningskerfinu og aðlögun að landkostum myndi valda byggðaröskun“. Í fyrsta lagi er það mikill minni hluti fjár sem gengur á verst förnu og minnst grónu svæðunum og því snertir aðlögun að landkostum kannski ekki svo marga bændur miðað við heildina. Breytingar má vinna á löngum tíma með sólarlagsákvæðum o.fl., án þess að snerta lífsviðurværi núverandi bænda. Annars staðar er jafnvel þörf að auka stuðning við sauðfjárbændur út frá byggðalegum forendum, þar sem land er í góðu ástandi. E) „Sauðkindin hélt lífi í þjóðinni“ (eins konar tilfinningaleg rök). Með „Píningsdómi“ árið 1490 var landbúnaður gerður að einu löglegu atvinnugreininni í landinu. Áþján sem hélt þjóðinni í hlekkjum fram eftir öldum. Það má færa fyrir því rök að sauðkindin hafi ekki haldið lífi í þjóðinni, heldur var þjóðin dæmd til fábreytni í atvinnuháttum um margar aldir. Við erum ekki almennilega laus úr þessum viðjum ennþá.Lokaorð Gerð búvörusamninga er tækifæri til að gera betur. Það þarf að gera greinarmun á landi sem er í góðu ástandi og landi sem er það ekki. Það er tímabært að að setjast niður yfir þessi vandamál í fullri alvöru. Það eru fyrst og fremst hagsmunir sauðfjárbænda að laga beitina að landkostum. Föllum frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og finnum aðrar leiðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sauðfjárframleiðsla landsins er í einkennilegri stöðu. Atvinnugreinin virðist veigra sér við að ganga á hönd nýrra tíma, viðurkenna umhverfisvanda, gríðarlegt vistspor á mörgum svæðum og breyttar neysluvenjur samfélagsins. Um leið eru teknar fúlgur fjár frá samfélaginu til að styrkja greinina. Vitaskuld er almennur skilningur á að styðja þurfi við hinar dreifðu byggðir landsins, þ.a.m. sauðfjárrækt. En að nota til þess nálega aldargamlan hugsunarhátt er alveg út í hött. Fyrirliggjandi búvörusamningur mun færa málaflokkinn aftur um áratugi og auka núverandi offramleiðslu. Það eitt gæti kostað skattborgara 15-30 milljarða aukalega á samningstímanum. Samningurinn mun jafnframt auka álag á illa farið beitiland. Hér verða tíunduð 12 atriði sem sýna að við þetta ástand verður ekki við búið lengur.1. Beit á ónýtu landi Sauðfjárbeit tíðkast enn á svæðum sem þola enga beit. Sú staða er í raun alvarlegt skipbrot í umhverfismálum þjóðarinnar, staða sem ítrekað hefur verið bent á, m.a. af OECD og fagaðilum innanlands sem utan. Slík nýting er rányrkja, ennþá styrkt af skattborgurum landsins. Atvinnugreinin og Landgræðsla ríkisins búa við um 50 ára gömul úrelt lög sem koma ekki í veg fyrir beit á ónýtu landi. Úrskurður ítölunefnda og beit á Almenningum ofan Þórsmerkur dró þá staðreynd skýrt fram. Beit á auðnum og rofsvæðum skaðar augljóslega ímynd afurðanna á landsvísu og þar með afkomu annarra bænda.2. Minnkandi neysla innan lands og útflutningur kjöts Um þriðjungur framleiðslunnar er fluttur út, eða svipað magn og á tímum offramleiðslunnar 1975-1980. Það er ekki eftirspurn sem ræður ferð; þegar upp er staðið er kjötið niðurgreitt til erlendra kaupenda, á kostnað íslenskra skattborgara. Neysla hérlendis hefur dregist hratt saman, úr nærri 42 kg 1975 í 21 kg árið 2014. Gríðarleg fjölgun ferðamanna breytir hér litlu um. Samningar við ríkisvaldið sýna að hlutaðeigandi virðast neita að horfast í augu við þessar einföldu staðreyndir.3. Stuðningur við dreifbýlið og merkileg erfðaauðlind Vitaskuld er stuðningur við sauðfjárframleiðslu mikilvægur fyrir viðhald byggða á nokkrum svæðum landsins og ætti að skoðast í því ljósi. Jafnframt er sauðfjárstofn landsins mjög merkileg erfðaauðlind og það er skylda okkar að viðhalda stofninum. En stundum kæmi stuðningur í öðru formi að mun meiri notum fyrir byggðalögin. Það væri t.a.m. oft vænlegri leið að styrkja ný og burðugri atvinnutækifæri.4. Mikill stuðningur á svæðum þar sem hans gerist ekki þörf Það vekur furðu að samfélagið styrkir að fullu sauðfjárrækt á svæðum þar sem þess er ekki þörf. Þar sem önnur tækifæri til framfærslu eru næg og mættu njóta meiri stuðnings; á svæðum þar sem sauðfjárframleiðsla veldur jafnvel árekstrum og átökum.5. Einkennileg lög um beitarréttindi og fordæmalaust réttleysi annarra Einkennileg lög gilda um réttindi sauðfjáreigenda til að beita annarra manna land. Til eru bændur sem byggja afkomu sína á beit á víðfeðm svæði í eigu annarra, í óþökk landeigenda. Fátt er til ráða því lögin, sem eru aftur úr grárri forneskju, eru í hag þeirra sem virða ekki eignarréttinn. Rannsóknir sýna að þetta hefur haft mjög slæm áhrif á framkvæmd landnýtingarþáttar í gæðastýringu og í sumum tilfellum valdið djúpstæðum ágreiningi. Eitt sveitarfélag er skammað fyrir lélega smölum á fé í eigu landeigenda í allt öðru sveitarfélagi. Skógarbóndinn er rukkaður af bændum fyrir það að þeir sömu bændur koma og smala fé sínu úr skógræktargirðingunni.6. Gæðastýringin – landnýtingarþáttur virkar ekki sem skyldi Þó landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt hafi víða leitt til bættrar meðferðar lands þá er það því miður ekki svo alls staðar og enn eru auðnir og rofsvæði nýtt til beitar. Stóru ágreiningsmálin eru algjörlega óleyst. Rannsóknir sýna að bændur vilja aukið eftirlit og eftirfylgni með gæðastýringunni - að skussarnir séu ekki verðlaunaðir. Fáir en háværir bændur finna því allt til foráttu að stuðningur þjóðarinnar við þá sé háður skilyrðum um gott beitiland og sjálfbæra landnýtingu.7. „Árásir á bændur og sauðkindina“ og afneitunarfræði Náttúrufræðingar sem leikmenn hafa bent á slæmt ástand landsins áratugum saman. Oftlega er þessum ábendingum mætt af hörku, þær kallaðar „árásir á bændur“, og gagnrýnendurnir „hatursmenn sauðkindarinnar“ eða þaðan af verra. Sannleikurinn er hins vegar sá að flestir þeirra er vilja að nýting lands fari eftir gæðum þess hafa ekkert á móti sauðkindinni og bændum. Ábendingum hefur ýmist verið mætt af tómlæti eða fremur öfgafullum viðbrögðum, m.a. í garð Landgræðslu ríkisins, þar sem beitt er klassískum afneitunarfræðum. Mikilvægt er að viðurkenna vandann og síðan að setjast niður saman og leita lausna. Það eru margar leiðir færar.8. Alþjóðlegir samningar Íslendingar eru aðilar að alþjóðlegum sáttmálum á sviði umhverfismála, m.a. um varnir gegn landeyðingu, loftslagssamningnum og samningnum um líffræðilega fjölbreytni. Allir þessir samningar tengjast og allir gera þeir ráð fyrir að spornað sé gegn landeyðingu og unnið að endurheimt hnignaðra vistkerfa. Vissulega er víða unnið ötullega að vistheimt á Íslandi, en slæmu ástandi á meginsvæðum illa farins lands er engu að síður haldið við með beit. Það er í trássi við þessa alþjóðlega samninga og skuldbindingar okkar gagnvart landinu sjálfu. Því þarf að breyta.9. Vistspor sauðfjárframleiðslu Það verður æ skýrara að sauðfjárframleiðsla er með hvað stærsta vistsporið fyrir matvælaframleiðslu í heiminum. Hvert kíló kjöts er á við tugi kílómetra akstur á heimilisbílnum hvað varðar losun gróðurhúsaloftegunda. Á illa grónu landi, þar sem önnur umhverfisáhrif bætast við, verður vistsporið stjarnfræðilega stórt. Það er ekki góður sölupunktur fyrir ävistvæna“ kjötframleiðslu. Friðun illa farinna svæða fyrir beit skilar hins vegar gríðarlega mikilli bindingu gróðurhúsalofttegunda í vistkerfum.10. Einkennileg söluátak - „Roaming free since 874“ Nú er hafið átak til þess að auka sölu lambakjöts á erlendri grund undir slagorðinu „Roaming free since 874“. Og hugtökin „sjálfbærni“ og „náttúruleg framleiðsla“ fylgja í kaupbæti. En samt hefur ekkert orðið íslenskum vistkerfum að meira tjóni en þessi beit, ekki síst fyrr á tímum. Herferðin særir sómatilfinningu landverndarfólks. Og af hverju eiga íslenskir skattgreiðendur að borga fyrir lúxusafurðir ofan í útlendinga?11. Tekjur sauðfjárbænda Atvinnugreinin stendur mjög höllum fæti og þarfnast stöðugs stuðnings. Tekjur sauðfjárbænda af framleiðslunni eru oft litlar. Það er vert að hafa það í huga að þrátt fyrir ríkisstyrki og sölu afurðanna vinna flestir bændur einnig utan búsins til að afla tekna til að „greiða niður búskapinn“.12. Réttlæting fyrir óbreyttu ástandi - rökstuðningur Rökstuðningur sem færður hefur verið fyrir áframhaldandi kerfi og að ekki sé ástæða til að skerpa enn frekar á tengslum styrkja við ástand lands er margvíslegur: A) „Gæðastýring landnýtingarþáttar tryggir sjálfbæra landnýtingu“. Vissulega hefur gæðastýringin skilað góðum árangri á mörgum stöðum – skref í rétta átt. En hún hefur einnig leitt til togstreitu og í raun beint augum frá stóru vandamálunum. Auðnir og rofsvæði eru ennþá nýtt til beitar og stundum er gæðastýringin beinlínis notuð til þess að réttlæta áframhaldandi ranga nýtingu. B) „Bændur eru sannir vörslumenn landsins“ (og verkefnið „Bændur græða landið“, BGL er tekið sem dæmi). Vissulega er BGL gott verkefni og árangurinn víða góður. En verkefnið tekur ekki á stóru vandamálunum og það er, eins og gæðastýringin, oftlega notað til þess að réttlæta ranga landnýtingu. C) „Fé fækkar og landið er að gróa upp“ og þá eru tilgreindir þættirnir betra veðurfar, fækkun sauðfjár og betra beitarskipulag. Ábending forsvarsmanna bænda um bætta landkosti í kjölfar fækkunar fjár er vitaskuld viðurkenning á þessu samhengi, sem er af hinu góða. Sauðfé er nú með því alflesta sem verið hefur í Íslandssögunni, en ekki gengur að miða við fjárfjöldann 1980, sem var stjórnlaus og fordæmalaus. Fé mun fjölga, jafnvel hratt, í kjölfar nýrra búvörusamninga. Vissulega hafa beitarhættir víða batnað, með styttri beitartíma og eru sum svæði að verða betur gróin á síðustu árum (meiri blaðgræna). Rannsóknir sýna þó að landið grær fyrst og fremst þar sem dregið hefur verið verulega úr beitarálagi. D) „Breytingar á stuðningskerfinu og aðlögun að landkostum myndi valda byggðaröskun“. Í fyrsta lagi er það mikill minni hluti fjár sem gengur á verst förnu og minnst grónu svæðunum og því snertir aðlögun að landkostum kannski ekki svo marga bændur miðað við heildina. Breytingar má vinna á löngum tíma með sólarlagsákvæðum o.fl., án þess að snerta lífsviðurværi núverandi bænda. Annars staðar er jafnvel þörf að auka stuðning við sauðfjárbændur út frá byggðalegum forendum, þar sem land er í góðu ástandi. E) „Sauðkindin hélt lífi í þjóðinni“ (eins konar tilfinningaleg rök). Með „Píningsdómi“ árið 1490 var landbúnaður gerður að einu löglegu atvinnugreininni í landinu. Áþján sem hélt þjóðinni í hlekkjum fram eftir öldum. Það má færa fyrir því rök að sauðkindin hafi ekki haldið lífi í þjóðinni, heldur var þjóðin dæmd til fábreytni í atvinnuháttum um margar aldir. Við erum ekki almennilega laus úr þessum viðjum ennþá.Lokaorð Gerð búvörusamninga er tækifæri til að gera betur. Það þarf að gera greinarmun á landi sem er í góðu ástandi og landi sem er það ekki. Það er tímabært að að setjast niður yfir þessi vandamál í fullri alvöru. Það eru fyrst og fremst hagsmunir sauðfjárbænda að laga beitina að landkostum. Föllum frá sauðfjárhluta búvörusamningsins og finnum aðrar leiðir.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun