Viðskipti innlent

Eignastaða heimilanna batnar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Heimilin í landinu eiga nú meira í fasteign sinni en árið 2010.
Heimilin í landinu eiga nú meira í fasteign sinni en árið 2010. Fréttablaðið/vilhelm
Nettóeignir heimila á Íslandi jukust um 6,1 prósent á síðasta ári. Framtaldar eignir þeirra námu 3.989 milljörðum króna í lok síðasta árs og jukust um 3,3 prósent. Þetta sýna niðurstöður embættis ríkisskattstjóra sem hefur nú lokið álagningu opinberra gjalda árið 2014 á einstaklinga og birt niðurstöðurnar á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. Tekur álagningin mið af tekjum einstaklinga árið 2013 og eignum þeirra í lok sama árs.

Niðurstöðurnar leiddu meðal annars í ljós að jákvæð þróun er hvað varðar eignir heimilanna.

Eigið fé heimila í fasteign sinni hefur einnig aukist en það er nú í heild um 58 prósent af verðmæti þeirra í árslok. Þetta er töluvert mikil hækkun frá árinu 2010 en þá var sú tala 49 prósent og hefur aldrei verið lægri.

Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga hækkaði talsvert á árinu eða um 23,7 prósent frá fyrra ári. Þannig nemur skatturinn 14,5 milljarða króna. Um 45 þúsund manns teljast til gjaldenda fjármagnstekjuskatts og hefur fjölgað í þessum hópi um 8 prósent á árinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×