Eigandi Hvals segir dýraverndunarsinna „smáklíkur sem kalla sig mjög flottum nöfnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júní 2015 10:27 Kristján Loftsson, eigandi Hvals. vísir/anton brink Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“ Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kristján Loftsson, eigandi Hvals og stjórnarformaður HB Granda, segir að aldrei hefði verið farið af stað aftur með hvalveiðar við Íslandsstrendur ef að stofnarnir þyldu það ekki. Þá séu veiðarnar hluti af þeirri stefnu að nýta hafið á sjálfbæran hátt. Kristján ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvaða áhrif það myndi hafa ef að hvalveiðum yrði hætt. „Það myndi fjölga eitthvað sumum tegundunum og svo færu þeir að rekast hér á strandir og þvælast fyrir. Þeir eru ekkert í megrun, þeir taka sitt. Þú verður að hafa „balans“ í þessu, annars fer þetta í einhverja vitleysu,“ sagði Kristján.Hvaða fólk eru þessir náttúruverndarsinnar? Hann gaf svo lítið fyrir það að veiðarnar hefðu skaðað ímynd Íslands út á við. „Ég hef hvergi getað séð það að þetta hafi skaðað okkur þannig beint. Þú munt alltaf hafa eitthvað svona, uppákomur, og þessir náttúruverndarsinnar. Hvaða fólk er þetta? Hefurðu stúderað það? Ég hef stúderað það mjög vel. Þetta eru bara grúppur sem eru örfáir aðilar sem reka þetta og er haldið af lofti af fréttamönnum og fjölmiðlunum. Ef að þeir myndu láta þá eiga sig þá væru þeir búnir, þetta er ekki flóknara.“ Kristján sagðist svo ekki hafa neina samúð með dýraverndunarsinnum og sagði umræðu um hvalveiðar „með ólíkindum litla“ í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópu.Segir lítið fjallað um hvalveiðar í fjölmiðlum erlendis „Það er mest í Ástralíu og Nýja Sjálandi þegar Japanarnir voru að fara þarna í suðrið. Það er nú margt til í dag, eins og þetta Google „system“ sem allir þekkja. Þá geturðu sett inn svona leitarorð og fengið allar fréttir þar sem þetta orð kemur fyrir. Ég setti inn orðið „whaling“ og fæ fréttir úr ensku pressunni þar sem orðið kemur fyrir. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er lítið.“ Aðspurður hvað dýraverndunarsinnar væru þá ekki að átta sig á eða skilja sagði Kristján: „Þeir vilja ekkert skilja heldur, þeir vita þetta allt en þeir vilja ekkert skilja. Þeir eru bara svekktir yfir því að við séum í gangi. Þeir hafa einhvern veginn komið fólki, einhverjum örfáum, í skilning um það, sem eru að gefa þeim peninga, að þeir væru búnir að klára þessar hvalveiðar en síðan allt í einu er allt farið í gang aftur og þá eru þeir í slæmum málum.“„Þú getur veitt hval alveg til eilífðar“ Að sögn Kristjáns heldur hvalstofninn sér við ár eftir ár, ef menn eru ekki of gráðugir að veiða alltof mikið. „Þú getur veitt hval alveg til eilífðar.“ Í lok viðtalsins, sem hlusta má á í heild sinni í spilaranum hér að neðan, sögðust þáttastjórnendur örugglega eiga eftir að heyra í dýraverndunarsinnum eftir spjallið við Kristján. „Já, þú heyrir í þeim. En spurðu þá hverjir þeir séu og hverjir standa á bak við þá. Þetta eru bara smáklíkur og kalla sig síðan mjög flottum nöfnum sem er svo verið að þýða hér á íslensku [...]“
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira