Ég til náms- og starfsráðgjafa - af hverju? Anna Lóa Ólafsdóttir og Steinunn Björk Jónatansdóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Náms- og starfsráðgjafar starfa víða í samfélaginu en má þar nefna í skólakerfinu, hjá Vinnumálastofnun, símenntunarmiðstöðvum og í fyrirtækjum vítt og breytt um landið. Það hefur verið mikil þróun varðandi störf náms- og starfsráðgjafa hin síðari ár. Fjölgun hefur orðið á stöðugildum þeirra í skólakerfinu og með nýjum áherslum varðandi stuðning við atvinnulífið þá hefur fjölgað þeim ráðgjöfum sem þar starfa. Þrátt fyrir að náms- og starfsráðgjafar hafi verið með öfluga starfsemi úti í atvinnulífinu síðan árið 2006 þegar Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrkti ráðgjöfina þegar kom að því að veita ráðgjöf úti á vinnumarkaði heyrir maður enn „bíddu ég til náms- og starfsráðgjafa, hvað ætti ég að segja við hann“? Því er kannski mikilvægt að rifja upp hvað það er sem þessi hópur gerir. Það má kannski orða það þannig að náms- og starfsráðgjafar aðstoða einstaklinga við að finna farveg sinn í lífinu hvort heldur sem er í námi eða starfi. Meðal þess sem þeir gera er að leitast við að tengja saman áhuga einstaklinga við námsleiðir, störf eða tómstundir, setja sér markmið og aðstoða við að finna leiðir að þessum markmiðum. Í ráðgjöfinni er líka verið að vinna með sjálfsmynd og sjálfstraust, aðstoða við atvinnuleit og aðrar breytingar sem verða óhjákvæmilega á lífi okkar allra. Ráðgjafarnir sinna raunfærnimati þar sem einstaklingar með enga formlega menntun fá mat á þeirri þekkingu sem þeir búa yfir og hafa öðlast í gegnum reynslu sína á vinnumarkaði, áhugamál eða félagsstörf. Reynslan er metin út frá ákveðnum viðmiðum sem má svo nýta í formlega skólakerfinu eða í námsleiðum símenntunarmiðstöðvanna. Sannleikurinn er sá að það er hægt að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa frá barnæsku fram til fullorðinsára, því ráðgjafarnir geta líka aðstoðað einstaklinga sem eru að takast á við starfslok og þær breytingar sem þeim fylgja.Styrkleiki að leita sér aðstoðar Hin síðari ár hefur náms- og starfsframboð aukist mikið og því hefur verið vaxandi þörf fyrir fólk á hinum almenna vinnumarkaði að kanna möguleika og leiðir sem í boði eru til að auka hæfni sína í núverandi starfi eða með starfsþróun í huga. Vinnumarkaðurinn í dag gerir kröfur um að við séum samkeppnishæf og meðvituð um styrkleika okkar. Ráðgjafinn getur aðstoðað einstaklinga við að skoða sig út frá styrkleikum, hæfileikum og áhuga og finna þeim farveg í framhaldinu. Símenntunarmiðstöðvar á landinu hafa sinnt því hlutverki að nálgast hinn almenna launþega sem ekki hefur aflað sér neinnar formlegrar menntunar og kynna aukna námsmöguleika sem í boði eru eða bjóða upp á ráðgjöf í formi upplýsingargjafar, stuðnings, hvatningar eða til að auka færnina við að takast á við breytingar. Það má gera ráð fyrir því að einstaklingar þurfi að velja sér nám og störf nokkrum sinnum á ævinni því vinnumarkaðurinn í dag er síbreytilegur og hraður. Því er nauðsynlegt að vera meðvitaður um hvaða fræðslu og þekkingu maður þarf til að þróast áfram í starfi á sama tíma og maður er meðvitaður um hvaða þekkingu maður býr nú þegar yfir. Stundum erum við sérfræðingar í lífi annarra en áttum okkur ekki á eigin getu og færni og náms- og starfsáðgjafar geta þarna verið mikilvægir brúarsmiðir og verið til staðar fyrir einstaklinga sem vilja skoða möguleika sína í lífinu. Það er styrkleiki að leita sér aðstoðar þegar svörin vantar – eða til að fá staðfestingu á því að maður búi yfir færni á mörgum sviðum en vantað tækifæri eða þor til að nýta þá færni. Við sem þetta skrifum erum sammála því að það eru forréttindi að fá að taka þátt í því að „byggja brýr“ og aðstoða einstaklinga við að víkka út sjóndeildarhringinn því hver veit hvað bíður hinum megin við brúna.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar