Erlent

Ég á sólina -borgiði

Óli Tynes skrifar
Koma svo, upp með budduna.
Koma svo, upp með budduna.

Fjörutíu og níu ára spænsk kona hefur slegið eign sinni á sólina og gengið frá öllum skjölum þar að lútandi. Hún hyggst rukka alla þá sem nota þessa eign hennar hvort sem er til ræktunar eða sólbaða. Angeles Duran segir að hún hafi í einu og öllu farið að lögum í þessu máli. Í alþjóðasáttmálum er klásúla um að ekkert ríki geti gert tilkall til til plánetu eða stjörnu. Þar er hinsvegar ekkert getið um einstaklinga.

Angeles segist ekki vera gráðug kona. Hún ætli því aðeins að halda sjálf eftir tíu prósentum af afnotagjaldinu sem hún fær fyrir sólina. Hún ætlar að gefa helming fjárins beint í spænska ríkiskassann. Tuttugu prósent munu fara til lífeyrissjóða landsins, tíu prósent til vísindarannsókna og tíu prósent til þess að útrýma hungri í heiminum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×