Dómari í Exeter málinu tengdur Byr SB skrifar 30. júní 2011 18:30 Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. Sýknudómurinn í Exeter málinu hefur vakið hörð viðbrögð en þeir Jón Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snerist um viðskiptafléttu þar sem Byr lánaði félaginu Exeter yfir milljarð króna til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr, af MP banka og tveimur hinna ákærðu, með engin veð nema bréfin sjálf. Þeir Arngrímur Ísberg Héraðsdómari og Einar Ingimundarson sýknuðu hina ákærðu af öllum ákæruliðum meðan Ragnheiður Harðardóttir skilaði sératkvæði. Athygli vekur að Einar, sem var fenginn sem þriðji dómari við dóminn vegna sérfræðiþekkingar sinnar, er starfsmaður Íslenskra verðbréfa Hf en stærsti eigandi fyrirtækisins er Byr. Einar sagðist í samtali við fréttastofu hafa nefnt þetta við Arngrím Ísberg við upphaf málsins. Engar athugasemdir voru gerðar við setu hans sem dómara - hvorki af hálfu saksóknara né verjenda. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun í málinu en frestur til áfrýjunar eru fjórar vikur. Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33 Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa. Sýknudómurinn í Exeter málinu hefur vakið hörð viðbrögð en þeir Jón Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Málið snerist um viðskiptafléttu þar sem Byr lánaði félaginu Exeter yfir milljarð króna til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr, af MP banka og tveimur hinna ákærðu, með engin veð nema bréfin sjálf. Þeir Arngrímur Ísberg Héraðsdómari og Einar Ingimundarson sýknuðu hina ákærðu af öllum ákæruliðum meðan Ragnheiður Harðardóttir skilaði sératkvæði. Athygli vekur að Einar, sem var fenginn sem þriðji dómari við dóminn vegna sérfræðiþekkingar sinnar, er starfsmaður Íslenskra verðbréfa Hf en stærsti eigandi fyrirtækisins er Byr. Einar sagðist í samtali við fréttastofu hafa nefnt þetta við Arngrím Ísberg við upphaf málsins. Engar athugasemdir voru gerðar við setu hans sem dómara - hvorki af hálfu saksóknara né verjenda. Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun í málinu en frestur til áfrýjunar eru fjórar vikur.
Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19 Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33 Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45 Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25 Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04 Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða. 29. júní 2011 11:19
Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi. 29. júní 2011 19:33
Klofinn dómur sýknaði alla sakborninga í Exeter-málinu Þremenningarnir sem ákærðir voru í hinu svokallaða Exeter-máli voru allir sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið er annað mál sérstaks saksóknara sem endar með dómi, en í fyrra málinu, sem snerist um innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, var sakborningurinn fundinn sekur. 30. júní 2011 03:45
Exeter-menn sýknaðir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. 29. júní 2011 10:25
Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna "Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti. 29. júní 2011 13:04
Ákvörðun um áfrýjun tekin á næstunni Ríkissaksóknari mun innan tíðar taka ákvörðun um hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar niðurstöðu héraðsdóms í Exeter-málinu. Í gær sýknaði héraðsdómur fyrrverandi sparisjóðsstjóra Byrs, fyrrverandi stjórnarformann Byrs af ákæru um umboðssvik. Fyrrverandi forstjóri MP Banka var einnig sýknaður af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti. Dómurinn klofnaði í málinu og vildi einn dómari sakfella stjórnendur Byrs. 30. júní 2011 13:23