Dómari í Exeter málinu tengdur Byr

 
Innlent
18:30 30. JÚNÍ 2011
SB skrifar

Einn af dómurunum í Exeter málinu starfar sem forstöðumaður lögfræðisviðs í fyrirtæki þar sem stærsti eigandinn er Byr. Ekki var farið fram á vanhæfi hans vegna þessa.

Sýknudómurinn í Exeter málinu hefur vakið hörð viðbrögð en þeir Jón Þorstein Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur og skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi.

Málið snerist um viðskiptafléttu þar sem Byr lánaði félaginu Exeter yfir milljarð króna til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr, af MP banka og tveimur hinna ákærðu, með engin veð nema bréfin sjálf.

Þeir Arngrímur Ísberg Héraðsdómari og Einar Ingimundarson sýknuðu hina ákærðu af öllum ákæruliðum meðan Ragnheiður Harðardóttir skilaði sératkvæði.

Athygli vekur að Einar, sem var fenginn sem þriðji dómari við dóminn vegna sérfræðiþekkingar sinnar, er starfsmaður Íslenskra verðbréfa Hf en stærsti eigandi fyrirtækisins er Byr.

Einar sagðist í samtali við fréttastofu hafa nefnt þetta við Arngrím Ísberg við upphaf málsins. Engar athugasemdir voru gerðar við setu hans sem dómara - hvorki af hálfu saksóknara né verjenda.

Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, hefur ekki tekið ákvörðun um áfrýjun í málinu en frestur til áfrýjunar eru fjórar vikur.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Dómari í Exeter málinu tengdur Byr
Fara efst