Innlent

Dani skammar Íslendinga - gefið stefnuljós

Hin danska Rikke Arnes sendi fréttastofu skeyti í morgunsárið undir fyrirsögninni „Ferðamannastaðurinn Ísland". Rikke sem segist vera mikill aðdáandi bæði lands og þjóðar furðar sig á því hversvegna ekkert sé skrifað um íslenska bílamenningu í kynningarbæklinga um landið. Hann segist aldrei vita hvert bílarnir ætla að fara og aldrei hafi hann kynnst þjóð sem „spari" jafn mikið stefnuljósið og íslendingar.

„Ímyndið ykkur ef þið vissuð hvert viðkomandi ætlaði að fara!"

Að lokum veltir hann því svo fyrir sér hvort hann sé kannski of mikill öryggisfíkill, en honum þætti gaman að sjá eftirfarandi auglýsingu.

„Ísland - landið þar sem þú upplifir spennuna - í ám, á eldfjöllum - og vissulega í umferðinni!!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×