Innlent

Dalmatíuhundinum hefur verið lógað - ákvörðun eigenda

Mynd úr safni
Dalmatíuhundi sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að hún fótbrotnaði, hefur verið lógað.

Sá möguleiki var fyrir hendi að hundurinn færi í skapgerðarmat og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um hvort hann fengi að lifa, en þyrfti þá alltaf að vera með munnkörfu utandyra.

Eigendur hans tóku hins vegar þá ákvörðun að réttast væri að láta svæfa hann, og kom aldrei til skapgerðarmatsins.

Að sögn Hafdísar Óskarsdóttur, hundaeftirlitsmanns í Mosfellsbæ, var dalmatíuhundurinn svæfður á föstudag.


Tengdar fréttir

Atferlismat sker úr um framhaldið

Hundurinn sem réðist á póstburðarkonu í Mosfellsbæ í fyrradag, með þeim afleiðingum að hún féll við og fótbrotnaði, mun gangast undir atferlismat á næstu dögum, en þar verður skorið úr um hvort dýrinu verður lógað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×