Dæmisaga um vinning í loðnuhappdrætti Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Hafrannsóknastofnun bar við blankheitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fiskveiðilögsögunni okkar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra velti fyrir sér að ríkisstjórnin veitti heilar 3-5 milljónir króna sérstaklega til loðnuleitar. Til þeirrar fjárveitingar spurðist ei meir. Ellefu útgerðarfyrirtæki, sem hafa fengið úthlutað aflaheimildum í loðnu, ákváðu að greiða kostnað við leiðangur til loðnuleitar og borguðu í janúar og febrúar alls 41,5 milljónir króna til Hafrannsóknastofnunar og úthalds grænlenska skipsins Polar Amaroq sem tók þátt í verkefninu. Fiskifræðingar fullyrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árangurinn af eftirgrennslaninni varð sá að ráðherra jók loðnukvótann í 196.000 tonn um miðjan febrúar – sextánfaldaði kvótann með öðrum orðum. Flotinn var þá enn í höfn vegna sjómannaverkfalls. Ráðuneyti sjávarútvegsmála áætlaði að verðmæti loðnuaflans, sem í hlut Íslendinga kæmi, væri um 17 milljarðar króna. Þegar verkfallið loksins leystist og flotinn streymdi á miðin var hægt að hefjast handa við að innleysa verðmætin sem blessunarlega voru enn innan seilingar og mátti ekki seinna vera. Ríkið og sveitarfélög fá langmest í sína hít af því sem loðnan skilar, starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna næstmest og bankar og útgerðarfyrirtækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnotskurn ævintýrið um sautján milljarðana sem „fundust“ í sjónum í verkfallinu. Umhugsunarefnin eru margvísleg, bæði pólitísk og efnahagsleg, en líklega er til of mikils mælst að fjölmiðlafólk og skoðanahönnuðir spjallþáttanna beini kastljósum að þeim. Þar á bæjum er því ábyggilega slegið föstu að arður af loðnuhvellinum renni beint í vasa útgerðarauðvaldsins sem þurfi hvorki að greiða skatta né gjöld nema rétt til að sýnast. Svo halda menn ótruflaðir áfram að ræða þjóðþrifamál á borð við vín og bjór í hillum matvöruverslana. Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ niðurstöðu útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar á 17 milljarða verðmæti loðnukvótans og fékk eftirfarandi svör í grófum dráttum við spurningu um hvar hver sneið kökunnar lendir. Rekstrarkostnaður og þjónusta af ýmsu tagi nemur 7 milljörðum króna. Verulegur hluti þeirra fjármuna rennur í ríkissjóð sem t.d. skattar á launagreiðslur þjónustufyrirtækjanna, hagnað þeirra og arðgreiðslur. Í vasa launafólks renna 3,3 milljarðar króna og í lífeyrissjóði renna 500 milljónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af lífeyrisgreiðslunum!). Skatttekjur ríkis og sveitarfélaga nema tæplega 3,5 milljörðum króna, þar af er hlutur sveitarfélaga um 850 milljónir króna. Rekstrarafgangur sjávarútvegsfyrirtækjanna er 1,7 milljarðar króna og fer í að borga af lánum, nýfjárfestingar og greiða hluthöfum arð. Gleymum svo ekki bönkunum. Þeirra hlutur er tæplega einn milljarður króna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hafrannsóknastofnun bar við blankheitum og hafði ekki efni á því að leita að loðnu í fiskveiðilögsögunni okkar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra velti fyrir sér að ríkisstjórnin veitti heilar 3-5 milljónir króna sérstaklega til loðnuleitar. Til þeirrar fjárveitingar spurðist ei meir. Ellefu útgerðarfyrirtæki, sem hafa fengið úthlutað aflaheimildum í loðnu, ákváðu að greiða kostnað við leiðangur til loðnuleitar og borguðu í janúar og febrúar alls 41,5 milljónir króna til Hafrannsóknastofnunar og úthalds grænlenska skipsins Polar Amaroq sem tók þátt í verkefninu. Fiskifræðingar fullyrtu áður að engin loðna væri í sjónum en árangurinn af eftirgrennslaninni varð sá að ráðherra jók loðnukvótann í 196.000 tonn um miðjan febrúar – sextánfaldaði kvótann með öðrum orðum. Flotinn var þá enn í höfn vegna sjómannaverkfalls. Ráðuneyti sjávarútvegsmála áætlaði að verðmæti loðnuaflans, sem í hlut Íslendinga kæmi, væri um 17 milljarðar króna. Þegar verkfallið loksins leystist og flotinn streymdi á miðin var hægt að hefjast handa við að innleysa verðmætin sem blessunarlega voru enn innan seilingar og mátti ekki seinna vera. Ríkið og sveitarfélög fá langmest í sína hít af því sem loðnan skilar, starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna næstmest og bankar og útgerðarfyrirtækin skipta með sér rest. Þannig er nú í hnotskurn ævintýrið um sautján milljarðana sem „fundust“ í sjónum í verkfallinu. Umhugsunarefnin eru margvísleg, bæði pólitísk og efnahagsleg, en líklega er til of mikils mælst að fjölmiðlafólk og skoðanahönnuðir spjallþáttanna beini kastljósum að þeim. Þar á bæjum er því ábyggilega slegið föstu að arður af loðnuhvellinum renni beint í vasa útgerðarauðvaldsins sem þurfi hvorki að greiða skatta né gjöld nema rétt til að sýnast. Svo halda menn ótruflaðir áfram að ræða þjóðþrifamál á borð við vín og bjór í hillum matvöruverslana. Ég gerði það að gamni mínu að „spegla“ niðurstöðu útreikninga KPMG á skattaspori Vinnslustöðvarinnar á 17 milljarða verðmæti loðnukvótans og fékk eftirfarandi svör í grófum dráttum við spurningu um hvar hver sneið kökunnar lendir. Rekstrarkostnaður og þjónusta af ýmsu tagi nemur 7 milljörðum króna. Verulegur hluti þeirra fjármuna rennur í ríkissjóð sem t.d. skattar á launagreiðslur þjónustufyrirtækjanna, hagnað þeirra og arðgreiðslur. Í vasa launafólks renna 3,3 milljarðar króna og í lífeyrissjóði renna 500 milljónir króna (ríkið á þá eftir að fá sinn hlut af lífeyrisgreiðslunum!). Skatttekjur ríkis og sveitarfélaga nema tæplega 3,5 milljörðum króna, þar af er hlutur sveitarfélaga um 850 milljónir króna. Rekstrarafgangur sjávarútvegsfyrirtækjanna er 1,7 milljarðar króna og fer í að borga af lánum, nýfjárfestingar og greiða hluthöfum arð. Gleymum svo ekki bönkunum. Þeirra hlutur er tæplega einn milljarður króna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun