Innlent

Da Vinci fléttan: Demókratar gefa góðgerðarsamtökum framlagið

Myndin er af vef Journal News.
Framlag Vickrams Bedi til kosningasjóðs Demókrataflokksins í Bandaríkjunum verður gefið góðgerðarsamtökum, eftir að upp koms um meinta fjárkúgun Bedi og Helgu Ingvarsdóttur. Þau eru grunuð um að hafa haft milljónir dollara af auðkýfingnum Roger Davidson.

Vísir sagði frá því fyrr í dag að Bedi og Helga hefðu gefið stór kosningaframlög til Demókrataflokksins og fyrir vikið fengið mynd tekna af sér með Barack Obama bandaríkjaforseta.

Talsmaður Hvíta Hússin, segir í samtali við blaðið The Journal News að framlagið, 20 þúsund dollarar verði nú gefið til góðgerðasamtaka.


Tengdar fréttir

Faðir Helgu: „Ég trúi á sakleysi hennar"

Ingvar J. Karlsson, faðir Helgu Ingvarsdóttur, sem er í haldi í Bandaríkjunum í tengslum við risavaxið fjársvikamál segist trúa á sakleysi dóttur sinnar og að sannleikurinn í málinu muni koma fram.

Da Vinci fléttan: Helga og Vickram funduðu með Obama

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa fryst allar eigum Vicram Bedi, unnusta Helgu Ingvarsdóttir, en parið er í varðhaldi í Bandaríkjunum sakað um hafa svikið hundruðir milljóna út úr aukýfingnum Roger Davidson.

Da Vinci fléttan: Unnu náið með fórnarlambinu

Í bæklingi frá Universal Sacred Music kemur fram að Helga Ingvarsdóttir gengdi stöðu gjaldkera í stjórn félagsins. Forseti samtakanna er Roger Davidson og unnusti Helgu, Vickram Bedi er varaforseti.samtakanna sem snúast um trúarlega klassíska tónlist.

Da Vinci fléttan: Málið er eins og sápuópera

Lögreglan í New York-ríki rannsakar nú hvort hluti ágóðans af lygilegri svikamyllu Helgu Ingvarsdóttur og kærasta hennar, Vickram Bedi, hafi verið fluttur til Íslands. Þetta segir upplýsingafulltrúi saksóknaraembættisins í Westchester-sýslu, sem lýsir málinu sem sápuóperu.

Da Vinci fléttan: Var „lífvörður“ erfingjans á tónleikum

Hið ótrúlega fjárkúgunarmál sem upp er komið í Bandaríkunum og tengist Íslandi á þann hátt að annar hinna grunuðu fjárkúgara er íslensk kona, hefur vakið mikla athygli. Á Youtube má sjá myndband frá árinu 2006 þar sem fórnarlambið Roger Davidson, milljónamæringur og þekktur píanóleikari heldur tölu á tónleikum sem hann skipulagði. Á bakvið Davidson stendur Vickram Bedi ábúðarfullur en hann taldi Davidson meðal annars á að ráða sig sem lífvörð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×