SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Costco samdi ekki viđ Olís um kaup á eldsneyti

 
Viđskipti innlent
09:30 15. MARS 2017
Costco ćtlar ađ opna í lok maí.
Costco ćtlar ađ opna í lok maí. VÍSIR/ERNIR

Olís mun ekki selja Costco á Íslandi eldsneyti og hefur Skeljungur því að öllum líkindum hreppt samninginn við bandaríska verslunarrisann. Ekki náðist í Valgeir Baldursson, forstjóra Skeljungs, við vinnslu fréttarinnar.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins fengu stjórnendur Olís nýverið svar frá Costco um að fyrirtækið hefði hafnað tilboði olíufélagsins. Forsvarsmenn Costco hafa síðustu mánuði átt í viðræðum við Olís og Skeljung um kaup á eldsneyti fyrir fjölorkustöð Costco sem nú er í byggingu í Kauptúni í Garðabæ. Bandaríska fyrirtækið vill selja yfir tíu milljónir lítra af eldsneyti á ári og hefja rekstur í maí.

Fjölorkustöð Costco verður einungis opin meðlimum sem greiða fyrirtækja- eða einstaklingsaðild.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Costco samdi ekki viđ Olís um kaup á eldsneyti
Fara efst