Erlent

Corbyn áfram leiðtogi Verkamannaflokksins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Corbyn hlaut 61,8% greiddra atkvæða. Vonast er til að sátt náist innan flokksins á ný.
Corbyn hlaut 61,8% greiddra atkvæða. Vonast er til að sátt náist innan flokksins á ný. Vísir/EPA
Jeremy Corbyn var í gær endurkjörinn formaður Verkamannaflokksins í Bretlandi með 61,8% greiddra atkvæða. Alls hlaut hann 313.209 atkvæði en andstæðingur hans, Owen Smith, hlaut 193.229 atkvæði.

Töluverð ólga hefur verið innan flokksins síðan Corbyn tók við forystu í september á síðasta ári, og meðal annars samþykktu þingmenn flokksins vantrauststillögu á hann í sumar. Vonast er til að með endurkjöri hans náist sátt innan flokksins á ný.

Í þakkarræðu sinni lagði Corbyn áherslu á heild og að flokksmenn væru allir saman í liði í að sigra íhaldsflokkinn. „Það er meira sem sameinar okkur heldur en sundrar okkur,“ sagði Corbyn. „Nú höldum við áfram með hreinan skjöld þeirri vinnu sem við þurfum að vinna sem flokkur.“

Þá hvatti hann til þess að fólk bæri virðing fyrir þessari lýðræðislegu ákvörðun flokksfélaga og sagði að von væri á töluverðum breytingum á næstu vikum.


Tengdar fréttir

Corbyn vill leggja niður lávarðadeildina

Ólíkt neðri deild breska þingsins, House of Commons, eru fulltrúar í lávarðadeildinni House of Lords ekki kjörnir heldur er valið inn í deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×