Viðskipti innlent

CCP tapaði níu milljörðum á síðasta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eigið fé félagsins er neikvætt um tvo milljarða króna. Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP.
Eigið fé félagsins er neikvætt um tvo milljarða króna. Hilmar Veigar Pétursson er forstjóri CCP. Vísir/Ernir
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP tapaði jafnvirði 8,7 milljarða króna á síðasta ári. Skuldir félagsins námu á síðasta ári 6,5 milljörðum króna en eigirnar 4,4 milljörðum, samanborið við tæplega 14 milljarða árið á undan. Eigið fé CCP er því neikvætt um tvo milljarða íslenskra króna í árslok.

DV greinir frá þessu og vísar í ársreikning félagsins sem skilað var til Ríkisskattstjóra síðastliðinn þriðjudag. Tekjur félagsins lækkuðu samkvæmt ársreikningnum um rúman milljarð króna á milli ára en gjaldfærður rannsóknar- og þróunarkostnaður jókst um jafnvirði fjögurra milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×