Enski boltinn

Capello: John Terry ætti að vera spila fyrir enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry.
John Terry. Vísir/Getty
Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, skilur ekkert af hverju enska landsliðið í fótbolta hefur ekki not fyrir John Terry, fyrirliða Chelsea.

Capello hætti með enska landsliðið í febrúar 2012 eftir að fyrirliðabandið var tekið af Terry eftir að Chelsea-miðvörðurinn var ásakaður um kynþáttarníð gangvart Anton Ferdinand hjá QPR.

Terry var sýknaður í málinu í júlí 2012 en fékk fjögurra leikja bann og 220 þúsund punda sekt hjá enska sambandinu.

„Það er betra að vera með leikmenn eins og John Terry. Hann er einn af þeim bestu," sagði Fabio Capello á Laureus-verðlaunaafhendingu í Sjanghæ í Kína.

John Terry spilaði á sínum tíma 78 landsleiki fyrir England en hann hætti að gefa kost á sér í september 2012.  Capello þjálfaði enska liðið frá 2007 til 2012.

Terry hefur átt frábært tímabil með Chelsea-liðinu sem er í lykilstöðu til að verða enskur meistari sem yrði þá hans fjórði Englandsmeistaratitill með félaginu.

„England á ekki marga góða varnarmenn og þeir eru stundum í vandræðum," sagð Capello en hann hefur verið þjálfari rússneska landsliðsins frá júli 2012.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×