Byggingarfulltrúi gefur ekki mikið fyrir útskýringar Mannverks vegna niðurrifs Exeter-hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2016 21:15 Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink „Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Heimildarnar voru alveg klárar, við erum í miklu sambandi við þessa menn og ég gef ekki mikið fyrir þær,“ segir Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi hjá Reykjavík aðspurður um þær útskýringar sem Mannverk ehf. hefur gefið vegna niðurrifs Exeter-hússins svokallaða. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi undanfarna daga var hið svokallaða Exeter-húsið sem stóð við Tryggvagötu 12 rifið vegna framkvæmda á byggingareit við Tryggvagötu 10 til 14 sem Mannverk stendur fyrir. Komið hefur í ljós að Mannverk hafði ekki heimildir til þess að rífa húsið sem byggt var árið 1904. „Skipulags- og byggingaryfirvöld í Reykjavík eru miður sín að svona geti gerst á tímum þar sem almennt er viðurkennt að svona hús hefur mikið gildi fyrir okkur og eigi að fá að standa,“ segir Nikulás.Erfitt gæti reynst að endurbyggja húsið líkt og Mannverk hefur lofað Mannverk ehf. gaf í morgun út yfirlýsingu þar sem segir að starfsmenn Mannverks hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið. Guðný Gerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá Minjastofnun segir hinsvegar að erfitt geti reynst að byggja húsið upp að nýju, ekki séu til teikningar af upphaflegri gerð þess.Borgaryfirvöld hafa kært niðurrifið og fer lögreglan nú með rannsókn málsins. Hyggst Minjastofnun einnig kæra niðurrifið til lögreglu. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14 Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Verktakinn biðst afsökunar á niðurrifinu og lofar að endurbyggja húsið „Það er ljóst að við stigum feilspor og við erum öll mjög leið yfir því.“ 13. apríl 2016 08:14
Engar teikningar til af Exeter-húsinu Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. 13. apríl 2016 19:15