Engar teikningar til af Exeter-húsinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2016 19:15 Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því. Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því. Fyrirtækið Mannverk, sem sér um framkvæmdir á Tryggvagötureitnum svokallaða, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu starfsfólk biður biður Minjavernd og almenning afsökunar á skorti á aðgát við framkvæmdir á svæðinu. Starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda og í góðri trú um að þessi leið væri heimil. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært niðurrifið til lögreglu og Minjastofnun hyggst gera það sama á næstu dögum. Framkvæmdir hefjast ekki aftur fyrr en lögregla hefur rannsakað málið. Mannverk lofaði í yfirlýsingunni að til stæði að endurbyggja húsið en það gæti reynst efritt að sögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Minjastofnun. „Þetta hús er það gamalt að það eru ekki til teikningar af upphaflegri gerð þess. En það eru til ljósmyndir sem má styðjast við. Svo er hægt að fara eftir þeim aðferðum og nota það efni sem tíðkaðist á þeim tíma sem húsið var byggt. En þegar það er heimilað að rífa gömul hús þá er oft farið fram á að þau séu mæld upp, skráð og ljósmynduð. Þá eru til heimildir sem hægt er að fara eftir við að endurbyggja ef það á að gera. Það er ekki í þessu tilviki. Það var ekkert slíkt, enda húsið bara rifið í óleyfi,“ segir Guðný. Byggingaryfirvöld í Reykjavík hafa kært málið og Minjastofnun hyggst gera það á næstu dögum en Guðný segir ljóst að að lög hafi verið brotin með niðurrifinu. Forsvarsmenn Mannverks vildu ekki tjá sig við Fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Samkvæmt hegningarlögum getur niðurrifið varðað allt að þriggja ára fangelsi hjá þeim sem ber ábyrgð á því.
Tengdar fréttir Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38 Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00 Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02 Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Munu ekki tjá sig um niðurrif Exeter-hússins næstu daga Von er á yfirlýsingu vegna málsins frá Mannverk ehf. 11. apríl 2016 10:38
Niðurrif varðar jafnvel þriggja ára fangelsi Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur kært niðurrif svokallaðs Exeter-húss til lögreglu. Niðurrifið getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Formaður skipulagsráðs vill að húsið verði endurbyggt tafarlaust. 9. apríl 2016 07:00
Hundrað ára hús í miðborg Reykjavíkur rifið án leyfis Svo gæti farið að málið verði kært til lögreglu. 7. apríl 2016 16:02
Niðurrif kært til lögreglu Eyðilegging friðaðra húsa getur varðað allt að þriggja ára fangelsi eða sektum. 8. apríl 2016 19:00