Erlent

Búið að ákveða kjördag í Þýskalandi

atli ísleifsson skrifar
Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að þingkosningar fari fram í landinu þann 24. september næstkomandi. AFP greinir frá þessu.

Þýsk lög gera ráð fyrir að þingkosningar fari fram á einhverjum sunnudegi, 46 til 48 mánuðum eftir að þing kemur fyrst saman. Þing kom fyrst saman eftir síðustu kosningar þann 22. október 2013 og var því ljóst að kosningar myndu fara fram á bilinu 27. ágúst til 22. október á þessu ári.

Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sækist eftir að sitja áfram í stóli kanslara, en hún tók við embættinu á haustdögum 2005.

Búist er við að varakanslarinn Sigmar Gabriel verði kanslaraefni Jafnaðarmannaflokksins þó að enn eigi eftir að taka ákvörðun um slíkt.

Sérstaklega verður fylgst með gengi hægriflokksins Alternativ für Deutschland í kosningunum, en flokkurinn hefur talað mikið gegn stefnu stjórnar Merkel í málefnum flóttafólks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×