Innlent

Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Bryndís Kristjánsdóttir telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin.
Bryndís Kristjánsdóttir telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Hún segir að sér hafi verið brugðið við yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins.

Bryndís segir að unnið verði að málinu í framhaldi af yfirlýsingunni sem kom frá ráðuneytinu í gær: „Næsta skref hjá okkur er að vinna í málinu út frá henni. Og að kanna hvort samningar náist við þennan aðila sem er að bjóða gögnin til kaups og hins vegar að leggja nánar niður fyrir okkur hvernig tekst að vinna úr þeim gögnum að sem hagkvæmast verði.“

Skattrannsóknarstjóri segir jafnframt að það hafi að mörgu leyti verið neikvætt að ráðuneytið hafi tilkynnt um upphæðina, eða það að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Þarna sé um að ræða fyrsta boð að ræða og ekki sé útilokað að hægt sé að ná betri samningum.

Og um yfirlýsingar fjármálaráðherra um seinagang embættisins vill Bryndís ekki tjá sig frekar, en að sér hafi verið brugðið.


Tengdar fréttir

Grænt ljós á kaup leynigagna

Fjármálaráðherra og skattrannsóknarstjóra ber ekki saman um hver setti það skilyrði við kaup á gögnum úr skattaskjólum að greiðsla yrði árangurstengd. Seljandinn vill 150 milljónir króna eða 2.500 evrur á hvert mál.

Ásakanir um frændhygli: „Rakalaus þvættingur“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×