Breytingar í Holtagörðum 14. mars 2007 03:00 Örn V. Kjartansson. Nýir og talsvert breyttir Holtagarðar verða opnaðir í lok nóvember. Kostnaðurinn hleypur á 2,5 til 3 milljörðum króna. MYND/Heiða Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira