Erlent

Breyta kynlífsklúbb í kirkju

Samúel Karl Ólason skrifar
Larry Roberts, lögmaður eigenda klúbbsins, segir að kynlíf muni ekki eiga sér stað í kirkjunni.
Larry Roberts, lögmaður eigenda klúbbsins, segir að kynlíf muni ekki eiga sér stað í kirkjunni. Vísir/Getty
Eigendur kynlífsklúbbs í Nashville í Bandaríkjunum hafa breytt klúbbnum í trúfélag og húsinu í kirkju. Nágrannar klúbbsins, þar á meðal kristinn skóli, höfðu komið í veg fyrir opnun hans í nóvember.

Staðurinn sem hét áður Social Club, heitir nú United Fellowship Center. Á teikningum hússins má sjá hvernig eitt herbergið sem áður hét „Dýflissa“ er nú titlað „Kór“. Í samtali við AP fréttaveituna segir Larry Roberts, lögmaður eigenda klúbbsins, að kynlíf muni ekki eiga sér stað í kirkjunni.

Embættismenn í Nashville segja að ekki sé hægt að koma í veg fyrir opnun staðarins, en verði starfsemin þarna ekki tengd trúarstarfsemi verði honum lokað.

Í samtali við héraðsmiðilinn Tennessean segir Karen Bennett, borgarfulltrúi, að andstæðingar klúbbsins muni skoða „kirkjuna“ þegar hún opni.

„Það eina sem þeir gerðu var að breyta nöfnum herbergja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×