Erlent

Breskir fréttamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir neita því sem þeim er gefið að sök. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mennirnir neita því sem þeim er gefið að sök. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Dómstóll í suðausturhluta Tyrklands hefur úrskurðað tvo breska fréttamenn sem starfa fyrir bandarísku stöðina Vice News og írakskan aðstoðarmann þeirra í gæsluvarðhald.

Mennirnir, Jake Hanrahan og Philip Pendlebury, eru grunaðir um að hafa stutt við starfsemi hryðjuverkasamtakanna ISIS en í frétt BBC segir engin ákæra hafi enn verið lögð fram. Fjórða manninum, bílstjóra mannanna, hefur verið sleppt.

Mennirnir voru handteknir í síðustu viku og hefur lögregla lagt hald á myndefni sem var í þeirra fórum. Þá segir að upphaflega hafi þeir verið sakaðir um að hafa myndað án heimildar yfirvalda, en síðar að hafa stutt við bakið á ISIS.

Mennirnir neita því sem þeim er gefið að sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×