Viðskipti erlent

Breska konungsfjölskyldan er metin á 11 þúsund milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Breska konungsfjölskyldan veifa almenningi úr Buckingham höllinni.
Breska konungsfjölskyldan veifa almenningi úr Buckingham höllinni. Vísir/EPA
Breska konungsfjölskyldan er samkvæmt nýjustu tölum frá fyrirtækinu Brand Finance metin á 57 milljarða breskra punda, eða sem nemur rúmum 11 þúsund milljörðum íslenskra króna. Virði fjölskyldunnar hefur hækkað um 13 milljarða punda, eða sem nemur 2600 milljörðum íslenskra króna, frá 50 ára krúningarhátíð Elísabetar Englandsdrottningu árið 2012. Þessu greinir Business Insider frá.

Á hverju ári bætir breska konungsfjölskyldan 1,2 milljarði breskra punda, eða sem nemur 237 milljörðum íslenskra króna, við breska hagkerfið. Miklar tekjur eru af ferðaþjónustu og vörum sem snúa að konungsfjölskyldunni. Hins vegar fer stór hluti af þeim tekjum í það að viðhalda lífstíl fjölskyldunnar. Kostnaður vegna öryggisgæslu og viðhaldi við hallir fjölskyldunnar, til dæmis, er að mestu leyti greiddur af tekjum af ferðamönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×