Telur bréfið í takt við kröfu Druslugöngunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2015 20:00 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir ákvörðun sína um að halda upplýsingum um kynferðisbrot á þjóðhátíð frá fjölmiðlum ekki síst vera til þess fallin að auðvelda þolendum að stiga fram og kæra þau brot sem þeir kunna að verða fyrir. Fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot séu þeim oft mjög þungbær, eins og fram hafi komið í tenglsum við Druslugönguna og aðrar birtingarmyndir þöggunarumræðu síðustu missera. Þetta kom fram í máli Páleyjar í Reykjavík síðdegis í dag. Páley, sem hefur bakgrunn sem lögmaður og réttargæslumaður, sagðist þar taka heilshugar undir kröfu síðastliðinna mánaða um að skila skömminni heim til gerenda í kynferðisbrotamálum og aflétta þeirra þöggun sem virðist sveipa málaflokkinn.Sjá einnig: Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Hún segir bréf hennar til viðbragðaraðilana þó ekki stríða gegn þeirri kröfu. „Að mínu mati snýst þetta ekki um þöggun. Lögreglumál eru alltaf skráð sem sakamál í lögreglukerfin og það er engin þöggun af því. Þessi brot fá alltaf fullt viðbragð lögreglunnar og fulla rannsókn,” segir Páley. „En það að svona mál fari í fjölmiðla það á ekkert skylt við það hvernig tekið er á því innan kerfisins. Þetta lítur fyrst og fremst að því að reyna að vernda fólk frá þessari umræðu rétt á meðan fólk er að standa upp eftir brotin,” segir hún ennfremur. Hún segir það meðal annars hafa komið fram í tengslum við Druslugönguna að mörgum þolenda hafi þótti fjölmiðlaumfjöllun um mál sín þungbær.Sjá einnig: Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brotHún minnir á að sé gefin út ákæra í kynferðisbrotamálum hafi almenningur og fjölmiðlar aðgang að henni eftir um þrjá sólarhringa frá því að hún hefur verið birt þeim ákærða. Lögreglan sendi alla jafna ekki frá sér tilkynningar þegar upp kemst um nauðganir eða kynferðisbrotamál, hvort sem það er á þjóðhátíð eða aðra daga ársins. Því sé það mat Páleyjar og lögreglunnar að almenningur hafi ekki heimtingu á þessum upplýsingum. Spjall Páleyjar og þáttastjórnenda Reykjavíkur síðdegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13 Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Spyr hvort einnig eigi að þagga niður önnur brot Ráðgjafi hjá Stígamótum spyr hvað það sé við kynferðisbrot sem gerir þau þess virði að þagga niður. Þolendur séu einnig að öðrum brotum sem kunna koma upp á útihátíðum. 29. júlí 2015 18:13
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48