Viðskipti innlent

Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á

ingvar haraldsson skrifar
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Orri Hauksson er forstjóri Símans.
Hlutabréf í Símanum voru seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu þegar þeir keyptu 5 prósenta hlut fyrirtækinu í í ágúst.

Fjárfestarnir, undir merkjum félagsins L1088 ehf, keyptu hlutina á 1.330 milljónir króna eða 2,5 krónur á hlut samkvæmt því sem fram kom í frétt Kjarnans.  

Orri Hauksson, forstjóri Símans, átti frumkvæði að því að hópurinn var myndaður. Orri keypti sjálfur 0,4 prósenta hlut í Símanum sem Kjarninn áætlar að hann hafi greitt 106 milljónir króna fyrir.



Sjá einnig: Síminn metinn á 32 milljarða


Meðalútboðsgengið þegar Arion banki seldi 21 prósenta hlut í Símanum var 3,33 krónur á hlut sem þýðir að 5 prósenta hlutur í Símanum er nú metin á um 1.770 milljónir króna eða um 440 milljónum krónum meira en hópurinn keypti bréfin á. Þá er hlutur Orra nú metinn á um 128 milljónir króna og hefur því hækkað um 22 milljónir króna.

L1088 ehf, má hins vegar ekki selja bréf sín fyrr en í janúar 2017 og yfirstjórnendur Símans mega ekki selja bréf sín fyrr en 1. mars 2016. 

Þá var ákveðnum viðskiptavinum í einkabankaþjónustu Arion banka boðið að kaupa hluti í félaginu á genginu 2,8 krónur fyrir útboðið er Kjarninn greinir frá. Hlutur þeirra viðskiptavina sem gengu að boðinu er nú orðinn um 19 prósentum verðmætari.

Starfsmenn Símans munu einnig fá kost á því að kaupa hlutafé í Símanum fyrir allt að 600 þúsund krónur á ári í þrjú ár. Virði kaupréttarins er metinn á 1,2 milljarða króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×