Branson fær yfirráð yfir richardbranson.xxx 24. febrúar 2012 12:01 Richard Branson er afar ánægður með niðurstöðuna. mynd/AP Auðkýfingurinn Richard Branson hefur loks náð yfirráðum yfir léninu richardbranson.xxx. Hann hefur staðið í deilum við austurríkismanninn Sean Truman sem skráði lénið á síðasta ári. Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Truman hafi ætlað að nota lénið í vafasömum tilgangi. Rótarlénið .xxx var sett á laggirnar á síðasta ári. Því er ætlað að greina klámfengið efni frá öðru efni á internetinu og var klámframleiðendum gert að skrá vefsíður sínar á rótarlénið. Fyrirtækjaeigendum var gefið tækifæri til að stöðva skráningu vörumerkja sinna á rótarlénið áður en framleiðendurnir skráðu vefsíður sínar. Branson var þó nokkrum dögum á eftir áætlun þegar hann sóttist eftir að eigna sér lénið. Talsmaður Branson, sem er stofnandi Virgin viðskiptaveldisins, sagði að misnotkunin á nafni Branson hafi verið skelfileg og að fyrirtækið geti nú andað léttar eftir að léninu var komið í þeirra umsjá. Aðspurður sagði Truman að hann hafi viljað heiðra Branson með léninu. Hann svaraði ásökunum lögfræðinga með því að benda á að meginregla Bransons í viðskiptum hafi verið sú að kynlíf selji og vísaði hann í nafn viðskiptaveldisins, „Virgin." Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auðkýfingurinn Richard Branson hefur loks náð yfirráðum yfir léninu richardbranson.xxx. Hann hefur staðið í deilum við austurríkismanninn Sean Truman sem skráði lénið á síðasta ári. Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Truman hafi ætlað að nota lénið í vafasömum tilgangi. Rótarlénið .xxx var sett á laggirnar á síðasta ári. Því er ætlað að greina klámfengið efni frá öðru efni á internetinu og var klámframleiðendum gert að skrá vefsíður sínar á rótarlénið. Fyrirtækjaeigendum var gefið tækifæri til að stöðva skráningu vörumerkja sinna á rótarlénið áður en framleiðendurnir skráðu vefsíður sínar. Branson var þó nokkrum dögum á eftir áætlun þegar hann sóttist eftir að eigna sér lénið. Talsmaður Branson, sem er stofnandi Virgin viðskiptaveldisins, sagði að misnotkunin á nafni Branson hafi verið skelfileg og að fyrirtækið geti nú andað léttar eftir að léninu var komið í þeirra umsjá. Aðspurður sagði Truman að hann hafi viljað heiðra Branson með léninu. Hann svaraði ásökunum lögfræðinga með því að benda á að meginregla Bransons í viðskiptum hafi verið sú að kynlíf selji og vísaði hann í nafn viðskiptaveldisins, „Virgin."
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira