Viðskipti erlent

Branson fær yfirráð yfir richardbranson.xxx

Richard Branson er afar ánægður með niðurstöðuna.
Richard Branson er afar ánægður með niðurstöðuna. mynd/AP
Auðkýfingurinn Richard Branson hefur loks náð yfirráðum yfir léninu richardbranson.xxx. Hann hefur staðið í deilum við austurríkismanninn Sean Truman sem skráði lénið á síðasta ári.

Dómstóll í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að Truman hafi ætlað að nota lénið í vafasömum tilgangi.

Rótarlénið .xxx var sett á laggirnar á síðasta ári. Því er ætlað að greina klámfengið efni frá öðru efni á internetinu og var klámframleiðendum gert að skrá vefsíður sínar á rótarlénið.

Fyrirtækjaeigendum var gefið tækifæri til að stöðva skráningu vörumerkja sinna á rótarlénið áður en framleiðendurnir skráðu vefsíður sínar. Branson var þó nokkrum dögum á eftir áætlun þegar hann sóttist eftir að eigna sér lénið.

Talsmaður Branson, sem er stofnandi Virgin viðskiptaveldisins, sagði að misnotkunin á nafni Branson hafi verið skelfileg og að fyrirtækið geti nú andað léttar eftir að léninu var komið í þeirra umsjá.

Aðspurður sagði Truman að hann hafi viljað heiðra Branson með léninu. Hann svaraði ásökunum lögfræðinga með því að benda á að meginregla Bransons í viðskiptum hafi verið sú að kynlíf selji og vísaði hann í nafn viðskiptaveldisins, „Virgin."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×