Innlent

Börn fái meðferð frekar heima

Linda Blöndal skrifar
Gagnrýni hefur undanfarið komið frá foreldrasamtökum ungmenna með áhættuhegðun og frá skólayfirvöldum í Breiðholti að úrræðaleysi sé gagnvart börnum í vímuefnaneyslu. Meðferðarheimilum hafi verið fækkað mikið og biðlistar of langir. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu eru þrjú en aukin áhersla hefur verið á svokallað MST úrræði sem fer fram á heimili barnsins og styður einnig fjölskyldu þess.

Hafnað hjá Reykjavíkurborf en borið upp á Alþingi

Skólastjórar í Breiðholti og Árbæ hafa hannað úrræði fyrir börn sem falla úr skóla vegna neyslu. Börnin færu á sérstaka frístundamiðstöð þar sem margir kæmu að ásamt kennurum og vímuefnaráðgjöfum. Reykjavíkurborg hefur hafnað fjárstuðningi við úrræðið en þingsályktunartillaga var borin upp á Alþingi nú í september um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðisþjónustu.  Þar er lagt til að styðjast við hið svonefnda "Breiðholtsmódel".Stefna barnaverndaryfirvalda er hins vegar allt önnur

Sóst eftir heimameðferð

„Það hafa orðið áherslubreytingar í meðferð barna og unglinga alls staðar í heiminum", sagði Halldór í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.

„Það hefur dregið mjög úr eftirspurn barnaverndarnefnda eftir stofnanameðferð og eftirspurnin aukist eftir meðferð fyrir fjölskylduna og barnið heima. Að aðlaga barnið að sínum heimahögum, skóla, fjölskyldunni og jákvæðum félagahópi", segir Halldór.

Ekki biðlistar í mörg ár

Hann segir biðlista ekki hafa verið staðar í mörg ár en 144 börn nýttu sér úrræði Barnaverndarstofu í fyrra og langflestir MST kerfið sem hentar stórum meirihluta þess sem það notar, segir Halldór. Stór hluti sé til að mynda kominn aftur í skóla eða í vinnu eftir slíka meðferð. Sex prósent af þeim 133 sem fóru í gegnum MST úrræðið í fyrra höfðu ekki verið í skóla né vinnu í upphafi. Að 18 mánuðum liðnum voru rúm 70 prósent komin í skóla aftur eða í vinnu, samkvæmt könnun sem Barnaverndarstofa gerði meðal umráðamanna barnanna.

Meðferðarfulltrúi allan sólarhringinn

"Í MST meðferðinni sem er mjög massívt inngrip sem felst í því að meðferðaraðilinn er í samskiptum við fjölskylduna, jafnvel tvisvar í viku og oftar í síma og kemur heim til fjölskyldunnar á ýmsum tímum og hægt að ná í meðferðaraðilann allan sólarhringinn í síma. Það er innbyggt í þessa meðferð að draga fram og auka styrkleika í sínu umhverfi. Svo foreldrar sem hafa þá tilfinningu, upplifun og reynslu að standa ekki undir vandanum finna breytingu til hins betra", segir Halldór.  

Langur ferill

Einnig er gagnrýnt að biðin sé of löng frá því að barn dettur úr skóla vegna neyslu og þar til það fær einhverja meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Halldór telur að fólk geti upplifað biðina eftir úrræðum Barnaverndarstofu lengri en hún er vegna þess að málin hafa oft langa sögu hjá félags-og skólaþjónustu í sveitarfélaginu áður en haft er samband við Barnaverndarstofu.

Þegar það hefur verið gert þarf að meta stöðu barnsins og vilja foreldranna fyrir úrræði. Halldór segist þó ekki verið i aðstöðu til þess að segja hve löng biðin er á milli þess sem barni er vísað úr skóla vegna neyslu og til þess að Barnaverndarstofa finnur viðeigandi lausn. 


Tengdar fréttir

Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi

Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi.

Vildi vera á beinu brautinni

Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar.

„Við erum að svíkja þessi börn“

"Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar.

Helmingi færri úrræði fyrir börnin

Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×