Viðskipti innlent

Borgun greiðir 2,2 milljarða í arð

Ingvar Haraldsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa
Borgun hefur greitt út 3 milljarða í arð frá sölu Landsbankans í hlut sínum.
Borgun hefur greitt út 3 milljarða í arð frá sölu Landsbankans í hlut sínum. vísir/ernir
Borgun hyggst greiða 2,2 milljarða í arð á þessu ári. Þetta var samþykkt á aðalfundi fyrirtækisins í gær. 

Með því mun eigendum Borgunar hafa verið greiddir þrír milljarðar í arð síðan Landsbankinn seldi 31,2 prósenta hlut í Borgun á 2,2 milljarða til hóps fjárfesta og stjórnenda Borgunar í nóvember 2014. Arðgreiðslan í fyrra nam 800 milljónum og var sú fyrsta frá árinu 2007.

Hagnaður af reglulegri starfsemi Borgunar var 1,5 milljarðar árið 2015. Þá var bókfærður hagnaður vegna fyrirhugaðra kaupa Visa Inter­national á Visa Europe upp á 5,4 milljarða en stefnt er að ganga frá viðskiptunum á fyrri hluta ársins.

Arðgreiðslur til hópsins sem keypti hlut Landsbankans í Borgun mun því nema 932 milljónum króna á tveimur árum.

Stærsti hluthafi í Borgun er Íslandsbanki sem á 63,4 prósenta hlut. Þá á Eignarhaldsfélagið Borgun slf. á 29,38 prósenta hlut og félagið BPS ehf., sem er í eigu starfsmanna Borgunar, á 5 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×