Innlent

Borgin ræðir við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum í Sogamýri

Bjarki Ármannsson skrifar
Herkastalinn svokallaði við Kirkjustræti 2, húsnæði Hjálpræðishersins til margra ára, var seldur í síðasta mánuði fyrir 630 milljónir króna.
Herkastalinn svokallaði við Kirkjustræti 2, húsnæði Hjálpræðishersins til margra ára, var seldur í síðasta mánuði fyrir 630 milljónir króna. Vísir/Hörður
Á fundi borgarráðs Reykjavíkur í gær var lagt til að skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að hefja viðræður við Hjálpræðisherinn um kaup á lóðum við Suðurlandsbraut 72 og 74 í Sogamýri.

Herkastalinn svokallaði við Kirkjustræti 2, húsnæði Hjálpræðishersins til margra ára, var seldur í síðasta mánuði fyrir 630 milljónir króna að sögn deildarstjóra hjá samtökunum. Húsið var selt til félagsins Kastala ehf., sem hyggst áfram bjóða upp á gistingu í húsinu.

Í bréfi KPMG til borgarráðs fyrir hönd Hjálpræðishersins er óskað eftir því að lóðirnar tvær við Suðurlandsbraut verði sameinaðar og byggingarmagn þeirrar sameinuðu lóðar aðlagað að þörfum samtakanna.

Ef af verður munu nýjar höfuðstöðvar Hjálpræðishersins rísa skammt frá mosku Félags múslima á Íslandi, sem til stendur að reisa í Sogamýri.


Tengdar fréttir

Herkastalinn seldur til hulduhóps

Hjálpræðisherinn er búinn að selja Herkastalann við Kirkjustræti 2. Gengið var frá kaupunum á miðvikudaginn en kaupverðið var 630 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×