Viðskipti erlent

Borgari í svörtu brauði með svörtum osti

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Svartur borgari verður á boðstólnum í Japan seinna í mánuðinum.
Svartur borgari verður á boðstólnum í Japan seinna í mánuðinum. Mynd/Burger King
Hamborgarastaðurinn Burger King býður nú viðskiptavinum sínum upp á sérhannaðan svartan ost ofan á borgara, svona til þess að vera í stíl við svarta brauðið og svörtu tómatsósuna í hinni svokölluðu Premium Kuro línu. Aðeins er hægt að kaupa þessa svörtu borgara í Burger King í Japan, en orðið kuro þýðir svartur á japönsku.

Í tvö ár hefur skyndibitastaðurinn boðið upp á svört brauð og svarta tómatsósu, en osturinn er nýjung. Brauðin eru lituð svört með bambus kolum og sósurnar á borgaranum eru litaðar svartar með bleki úr kolkrabba. Kjötið í borgaranum er svo meira að segja kryddað með svörtum pipar.

Borgararnir verða nú með svörtum osti.Mynd/Burger King
Svartur litur ostsins hefur vakið mikla athygli erlendis, en bambus kolin eru einnig notuð til að lita hann. Í fréttatilkynningu frá Burger King kemur fram að hamborgarinn sé endurbættur vegna mikilla vinsælda og gríðarlegrar eftirspurnar. 

Hægt verður að kaupa svartan borgara frá og með 19. september, en þeir verða seldir í takmarkaðan tíma. Ódýrari gerðin af svörtum borgara mun kosta um 540 krónur og dýrari gerðin um 780 krónur. 

Dýrari gerðin af svörtum borgara kostar um 780 krónur.
Hér má sjá auglýsingu frá fyrirtækinu, þar sem svörtu borgararnir eru kynntir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×