Bókhald Kópavogs verður opnað og íbúalýðræði virkjað Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2014 13:25 Nýr meirihluti í Kópavogi kynntur í dag. visir/sigurjón Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri. Bókhald bæjarins verður opnað og íbúalýðræði verður virkjað með kosningum um einstök mál í hverfum bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kynnti málefnasamning Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar í bænum fyrir fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í húsi flokksins í Hlíðarsmára klukkan hálfellefu í morgun. Ármann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að viðræðurnar hefðu gengið vel. Trúnaður, traust og gagnkvæmur skilningur hefði ríkt milli manna. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi, segir að nýr meirihluti muni leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. „Í öðru lagi þá viljum leggja áherslu á menntamál og betri nýtingu á upplýsingatækni í skólum. Þá viljum við auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opnað og við viljum upplýsa íbúana betur og virkja þá. Við vonumst til þess að það komist ferskari blær á Kópavog næstu fjögur árin,“ segir Theodóra.Hvernig er samband ykkar Ármanns? Skynjarðu að þið séuð einstaklingar sem geta unnið vel saman? „Ég kannaðist við Ármann áður þó ég þekki hann ekkert, þannig séð, en þessi vika hefur gengið mjög vel og ég hef trú á því að þetta geti orðið gott samstarf.“Björt framtíð býr við þá stöðu að hafa einstaklinga úr mörgum áttum í hinu pólitíska litrófi? Voru menn jákvæðir að fara í samstarf með sjálfstæðismönnum? „Já, við vorum ánægð með það en við hefðum alveg getað unnið með hverjum sem er. Það er þessi breidd sem Björt framtíð hefur. Það fór engin sérstök umræða fram um það en ég hef sagt áður að það er mikið af nýju fólki í Sjálfstæðisflokknum og annar andi og ég hef trú á því að þessir flokkar geti unnið vel saman næstu fjögur árin. “Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að: í samstarfi nýs meirihluta verður mikil áhersla á skólamál í bænum með nýtingu upplýsingatækni í skólum að leiðarljósi. Stefnt er að því að skólar í Kópavogi verði í fremstu röð skóla á landinu.Leitast verður við að auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opið þannig að íbúar munu eiga hægt um vik að fylgjast með því hvernig peningum bæjarins er varið. Þá verða hverfaráðin efld.Lýðheilsa mun skipa mikilvægan sess hjá nýrri bæjarstjórn, frítt verður í sund fyrir eldri borgara og tíu ára og yngri.„Það eru spennandi tímar framundan í Kópavogi, hér er nýr kafli að hefjast í sögu bæjarins með nýju fólki. Ég er mjög ánægð með það að stefna okkar hafi fengið hljómgrunn og sérlega ánægð með jafnari kynjahlutföll en í tíð fyrri bæjarstjórnar,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og nýr formaður bæjarráðs.„Ég er stoltur af því að hafa myndað meirihluta með Bjartri framtíð, þann fyrsta sem að flokkurinn á aðild að á sveitarstjórnarstiginu. Það fylgja ferskir vindar þessum nýja meirihluta, fyrstu dagarnir lofa góðu og ég er afar bjartsýnn á framhaldið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem gegna mun starfi bæjarstjóra líkt og undanfarin tvö ár.Meðal annarra áherslumála nýs meirihluta má nefna:• Spjaldtölvur verða innleiddar í samvinnu við skólana og starfsfólk þeirra og munu nemendur á mið- og efsta stigi grunnskólanna fá spjaldtölvu til afnota• Skemmtilegri skóla- og leikskólalóðir• Aukið framboð á félagslegu húsnæði• Núverandi íbúum í félagslega íbúðakerfinu verði auðveldað að eignast íbúðirnar• Nýtt íþróttahús í Vatnsenda• Skólahljómsveit Kópavogs fái varanlegt húsnæði• Skipulag stuðli að uppbyggingu minni íbúða og stúdentaíbúða• Skoðaðar verði almenningssamgöngur í Kópavogi samhliða nýjum Arnarnesvegi og þéttingu byggðar• Alþjóðasamstarf bæjarins verði endurskoðað með aukna áherslu á að skólar og stofnanir taki þátt í alþjóðlegum verkefnum• Minnka álögur á fjölskyldur• Ábyrg fjármálastjórnun verði viðhöfð og áhersla lögð á niðurgreiðslu skulda Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð hafa myndað nýjan meirihluta í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson verður áfram bæjarstjóri. Bókhald bæjarins verður opnað og íbúalýðræði verður virkjað með kosningum um einstök mál í hverfum bæjarins. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi kynnti málefnasamning Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar í bænum fyrir fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í húsi flokksins í Hlíðarsmára klukkan hálfellefu í morgun. Ármann sagði í samtali við fréttastofu í morgun að viðræðurnar hefðu gengið vel. Trúnaður, traust og gagnkvæmur skilningur hefði ríkt milli manna. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi, segir að nýr meirihluti muni leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. „Í öðru lagi þá viljum leggja áherslu á menntamál og betri nýtingu á upplýsingatækni í skólum. Þá viljum við auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opnað og við viljum upplýsa íbúana betur og virkja þá. Við vonumst til þess að það komist ferskari blær á Kópavog næstu fjögur árin,“ segir Theodóra.Hvernig er samband ykkar Ármanns? Skynjarðu að þið séuð einstaklingar sem geta unnið vel saman? „Ég kannaðist við Ármann áður þó ég þekki hann ekkert, þannig séð, en þessi vika hefur gengið mjög vel og ég hef trú á því að þetta geti orðið gott samstarf.“Björt framtíð býr við þá stöðu að hafa einstaklinga úr mörgum áttum í hinu pólitíska litrófi? Voru menn jákvæðir að fara í samstarf með sjálfstæðismönnum? „Já, við vorum ánægð með það en við hefðum alveg getað unnið með hverjum sem er. Það er þessi breidd sem Björt framtíð hefur. Það fór engin sérstök umræða fram um það en ég hef sagt áður að það er mikið af nýju fólki í Sjálfstæðisflokknum og annar andi og ég hef trú á því að þessir flokkar geti unnið vel saman næstu fjögur árin. “Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að: í samstarfi nýs meirihluta verður mikil áhersla á skólamál í bænum með nýtingu upplýsingatækni í skólum að leiðarljósi. Stefnt er að því að skólar í Kópavogi verði í fremstu röð skóla á landinu.Leitast verður við að auka áhrif íbúanna og virkja þá í ákvarðanatöku í bænum. Bókhald bæjarins verður opið þannig að íbúar munu eiga hægt um vik að fylgjast með því hvernig peningum bæjarins er varið. Þá verða hverfaráðin efld.Lýðheilsa mun skipa mikilvægan sess hjá nýrri bæjarstjórn, frítt verður í sund fyrir eldri borgara og tíu ára og yngri.„Það eru spennandi tímar framundan í Kópavogi, hér er nýr kafli að hefjast í sögu bæjarins með nýju fólki. Ég er mjög ánægð með það að stefna okkar hafi fengið hljómgrunn og sérlega ánægð með jafnari kynjahlutföll en í tíð fyrri bæjarstjórnar,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og nýr formaður bæjarráðs.„Ég er stoltur af því að hafa myndað meirihluta með Bjartri framtíð, þann fyrsta sem að flokkurinn á aðild að á sveitarstjórnarstiginu. Það fylgja ferskir vindar þessum nýja meirihluta, fyrstu dagarnir lofa góðu og ég er afar bjartsýnn á framhaldið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem gegna mun starfi bæjarstjóra líkt og undanfarin tvö ár.Meðal annarra áherslumála nýs meirihluta má nefna:• Spjaldtölvur verða innleiddar í samvinnu við skólana og starfsfólk þeirra og munu nemendur á mið- og efsta stigi grunnskólanna fá spjaldtölvu til afnota• Skemmtilegri skóla- og leikskólalóðir• Aukið framboð á félagslegu húsnæði• Núverandi íbúum í félagslega íbúðakerfinu verði auðveldað að eignast íbúðirnar• Nýtt íþróttahús í Vatnsenda• Skólahljómsveit Kópavogs fái varanlegt húsnæði• Skipulag stuðli að uppbyggingu minni íbúða og stúdentaíbúða• Skoðaðar verði almenningssamgöngur í Kópavogi samhliða nýjum Arnarnesvegi og þéttingu byggðar• Alþjóðasamstarf bæjarins verði endurskoðað með aukna áherslu á að skólar og stofnanir taki þátt í alþjóðlegum verkefnum• Minnka álögur á fjölskyldur• Ábyrg fjármálastjórnun verði viðhöfð og áhersla lögð á niðurgreiðslu skulda
Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Sjá meira