Bjarni hefði viljað að þingið tæki ákvörðunina Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2011 17:48 Bjarni segir að hann hefði viljað að ákvörðunin væri þingsins. Mynd/ Pjetur. „Ég hefði helst viljað að Alþingi tæki þessa ákvörðun," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave lögunum staðfestingar. Bjarni segist þó vera ánægður með að málið fari fyrir þjóðina. Það hafi verið vilji sinn á öllum stigum þessa máls og tillaga Sjálfstæðisflokksins á Alþingi þó hún hafi ekki náð fram að ganga. Bjarni segist ætla að greiða frumvarpinu atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og hann gerði á þingi. Það sé þó ekki hans að berjast fyrir því að málið fái samþykki þjóðarinnar því þetta sé frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég hvet fólk fyrst og fremst til að kynna sér málið. Það skiptir miklu máli að fólk fái góðar upplýsingar,“ segir Bjarni. Þótt Bjarni fagni því að þjóðin fái að kjósa um frumvarpið segist hann eftir sem áður hafa efasemdir um málskotsrétt forsetans. „Ég hef alltaf haft mikinn fyrirvara á beitingu 26. greinar. Þeirri skoðun hef ég lýst alveg frá árinu 2004,“ segir Bjarni. Hann kallar eftir skýrari lagaramma um þjóðaratkvæðagreiðslur. Tengdar fréttir Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20. febrúar 2011 10:02 Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20. febrúar 2011 15:31 Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki "Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. 20. febrúar 2011 11:06 Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. 20. febrúar 2011 15:51 Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20. febrúar 2011 14:00 Vilhjálmur vill samþykkja samninginn "Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara. 20. febrúar 2011 16:30 Hollendingar: Tími samninga er liðinn Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar. 20. febrúar 2011 16:25 Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi,“ sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. "Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi,“ sagði Steingrímur. 20. febrúar 2011 16:00 Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20. febrúar 2011 15:12 Samhliða Icesave verði kosið til stjórnlagaþings Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-samninganna fari fram kosningar til stjórnlagaþings. Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. febrúar 2011 16:54 Þungt yfir forsætisráðherra á þingflokksfundi Jóhanna Sigurðardóttir klóraði sér í kollinum þegar þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman í Alþingishúsinu í dag. Það er kannski ekki furða því að Icesave deilan er orðin eitt stærsta þrætumál sem Alþingi hefur glímt við í lýðveldissögunni. Þingflokkar Samfylkingarinnar og VG komu saman nú síðdegis til að ræða þá stöðu sem upp er kominn eftir að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Jóhanna sagði við RÚV í dag að hún teldi að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið ætti að fara fram sem allra fyrst. 20. febrúar 2011 17:26 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
„Ég hefði helst viljað að Alþingi tæki þessa ákvörðun," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um ákvörðun forseta Íslands að synja Icesave lögunum staðfestingar. Bjarni segist þó vera ánægður með að málið fari fyrir þjóðina. Það hafi verið vilji sinn á öllum stigum þessa máls og tillaga Sjálfstæðisflokksins á Alþingi þó hún hafi ekki náð fram að ganga. Bjarni segist ætla að greiða frumvarpinu atkvæði sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og hann gerði á þingi. Það sé þó ekki hans að berjast fyrir því að málið fái samþykki þjóðarinnar því þetta sé frumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég hvet fólk fyrst og fremst til að kynna sér málið. Það skiptir miklu máli að fólk fái góðar upplýsingar,“ segir Bjarni. Þótt Bjarni fagni því að þjóðin fái að kjósa um frumvarpið segist hann eftir sem áður hafa efasemdir um málskotsrétt forsetans. „Ég hef alltaf haft mikinn fyrirvara á beitingu 26. greinar. Þeirri skoðun hef ég lýst alveg frá árinu 2004,“ segir Bjarni. Hann kallar eftir skýrari lagaramma um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Tengdar fréttir Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20. febrúar 2011 10:02 Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20. febrúar 2011 15:31 Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki "Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. 20. febrúar 2011 11:06 Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. 20. febrúar 2011 15:51 Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20. febrúar 2011 14:00 Vilhjálmur vill samþykkja samninginn "Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara. 20. febrúar 2011 16:30 Hollendingar: Tími samninga er liðinn Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar. 20. febrúar 2011 16:25 Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi,“ sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. "Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi,“ sagði Steingrímur. 20. febrúar 2011 16:00 Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20. febrúar 2011 15:12 Samhliða Icesave verði kosið til stjórnlagaþings Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-samninganna fari fram kosningar til stjórnlagaþings. Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. febrúar 2011 16:54 Þungt yfir forsætisráðherra á þingflokksfundi Jóhanna Sigurðardóttir klóraði sér í kollinum þegar þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman í Alþingishúsinu í dag. Það er kannski ekki furða því að Icesave deilan er orðin eitt stærsta þrætumál sem Alþingi hefur glímt við í lýðveldissögunni. Þingflokkar Samfylkingarinnar og VG komu saman nú síðdegis til að ræða þá stöðu sem upp er kominn eftir að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Jóhanna sagði við RÚV í dag að hún teldi að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið ætti að fara fram sem allra fyrst. 20. febrúar 2011 17:26 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20. febrúar 2011 10:02
Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20. febrúar 2011 15:31
Stjórnarþingmaður: Erfitt fyrir forsetann að synja ekki "Mér finnst mjög erfitt fyrir forsetann að fara gegn því að senda þennan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þessi fjöldi undirskriftasöfnunar er kominn,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar tókst Lilja á við þær Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, um Icesave lögin sem samþykkt voru á Alþingi í síðustu viku. 20. febrúar 2011 11:06
Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. 20. febrúar 2011 15:51
Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20. febrúar 2011 14:00
Vilhjálmur vill samþykkja samninginn "Ég tel að það yrði skynsamleg fyrir þjóðina að samþykkja samninginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki spá neitt fyrir um það hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan mun fara. 20. febrúar 2011 16:30
Hollendingar: Tími samninga er liðinn Hollenska ríkisstjórnin segir að tími samningaviðræðna í Icesave sé liðinn og að Íslendingar verði sjálfir að vinna úr ákvörðun forseta Íslands að vísa Icesave frumvarpinu til þjóðarinnar. 20. febrúar 2011 16:25
Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi,“ sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. "Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi,“ sagði Steingrímur. 20. febrúar 2011 16:00
Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20. febrúar 2011 15:12
Samhliða Icesave verði kosið til stjórnlagaþings Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju Icesave-samninganna fari fram kosningar til stjórnlagaþings. Líkt og áður hefur komið fram tilkynnti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í dag að hann hefði ákveðið að vísa Icesave-frumvarpinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. febrúar 2011 16:54
Þungt yfir forsætisráðherra á þingflokksfundi Jóhanna Sigurðardóttir klóraði sér í kollinum þegar þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman í Alþingishúsinu í dag. Það er kannski ekki furða því að Icesave deilan er orðin eitt stærsta þrætumál sem Alþingi hefur glímt við í lýðveldissögunni. Þingflokkar Samfylkingarinnar og VG komu saman nú síðdegis til að ræða þá stöðu sem upp er kominn eftir að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar. Jóhanna sagði við RÚV í dag að hún teldi að þjóðaratkvæðagreiðsla um málið ætti að fara fram sem allra fyrst. 20. febrúar 2011 17:26