Innlent

Bjarni fékk 79%

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%.

Bjarni, sem hefur verið formaður flokksins frá árinu 2009, fékk eitt mótframboð. Það var frá Séra Halldóri Gunnarssyni sem hlaut 19 atkvæði eða 1,6%.

Það var þó Hanna Birna Kristjánsdóttir sem fékk næstflest atkvæði í kjörinu þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Hanna Birna fékk 224 atkvæði eða 18,8%. Halldór hvatti gesti fundarins til þess að kjósa Hönnu Birnu í gær.

Bjarni fékk 62% atkvæða í kjöri til formanns árið 2010. Þá bauð Pétur H. Blöndal sig fram gegn Bjarna. Í kjöri til formanns árið 2009 hlaut Bjarni 58% atkvæða en þá bauð Kristján Þór Júlíusson sig einnig fram.

Landsfundinum lýkur klukkan 16 í dag með ávarpi formanns.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðismenn kjósa

Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×