Bjarkey óskar eftir fundi í fjárlaganefnd vegna flutnings Fiskistofu Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júlí 2014 10:46 Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna, sendir Vigdísi Hauksdóttur bréf. Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði en starfsfólk Fiskistofu hefur mótmælt flutningnum harðlega. Bjarkey hefur sent Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, eftirfarandi bréf:„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var starfsfólki Fiskistofu nýlega tilkynnt án nokkurrar viðvörunar að störf þeirra yrðu flutt frá Hafnarfirði til Akureyrar. Þótt markmiðið með slíkum flutningi sé jákvætt og mikilvægt að því leyti að rétt er að sanngjarnt hlutfall opinberra starfa verði utan höfuðborgarsvæðisins, þá er einnig ljóst að framkvæmd fyrirhugaðs flutnings, samráð við starfsmenn og fleira, er stórlega ábótavant. Efna hefði átt strax í upphafi til náins samráðs við starfsfólk og sýna með því fagmennsku og vandaða stjórnsýslu. Einnig virðist vera uppi lögfræðilegt álitamál um lögmæti flutningsins, auk þess sem fjárheimild fyrir kostnaðinum vegna flutningsins, sem talinn er hlaupa á hundruðum milljóna, hefur ekki fengist hjá Alþingi í neinni mynd. Ég tel því fulla þörf á því að við fundum í fjárlaganefnd um aðkomu Alþingis þar sem ítrekað hefur verið að flutningurinn muni eiga sér stað og fleiri slíkir séu væntanlegir.“Starfsfólk stofnunarinnar sendi í gær frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar en þar kom meðal annars fram; „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar.“ Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmaður og fulltrúi Vinstri grænna í fjárlaganefnd, hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd til að ræða fyrirhugaðan flutning Fiskistofu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi 27. júní að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði en starfsfólk Fiskistofu hefur mótmælt flutningnum harðlega. Bjarkey hefur sent Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, eftirfarandi bréf:„Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var starfsfólki Fiskistofu nýlega tilkynnt án nokkurrar viðvörunar að störf þeirra yrðu flutt frá Hafnarfirði til Akureyrar. Þótt markmiðið með slíkum flutningi sé jákvætt og mikilvægt að því leyti að rétt er að sanngjarnt hlutfall opinberra starfa verði utan höfuðborgarsvæðisins, þá er einnig ljóst að framkvæmd fyrirhugaðs flutnings, samráð við starfsmenn og fleira, er stórlega ábótavant. Efna hefði átt strax í upphafi til náins samráðs við starfsfólk og sýna með því fagmennsku og vandaða stjórnsýslu. Einnig virðist vera uppi lögfræðilegt álitamál um lögmæti flutningsins, auk þess sem fjárheimild fyrir kostnaðinum vegna flutningsins, sem talinn er hlaupa á hundruðum milljóna, hefur ekki fengist hjá Alþingi í neinni mynd. Ég tel því fulla þörf á því að við fundum í fjárlaganefnd um aðkomu Alþingis þar sem ítrekað hefur verið að flutningurinn muni eiga sér stað og fleiri slíkir séu væntanlegir.“Starfsfólk stofnunarinnar sendi í gær frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar en þar kom meðal annars fram; „Starfsfólk Fiskistofu mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kunngjörði fyrirvaralaust s.l. föstudag, um flutning stofnunarinnar til Akureyrar. Ljóst er að ákvörðun af þessu tagi hefur alvarlegar afleiðingar á afkomu fjölskyldna a.m.k. 62 starfsmanna, þar sem eru makar, börn og í ýmsum tilvikum aðrir nákomnir ættingjar.“
Tengdar fréttir „Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24 Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
„Starfsöryggi fjölda annarra starfsmanna opinberra stofnana sé nú þegar að engu orðið" Starfsfólk Fiskistofu hefur sent frá sér yfirlýsingu um áform ríkisstjórnarinnar að flytja stofnunina til Akureyrar. 30. júní 2014 16:24
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti Akureyringum í hádeginu að Fiskistofa yrði flutt þangað. Hjá henni starfa 70 manns og þykir þetta mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 15:46
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38
Telur ákvörðun um flutning Fiskistofu ólögmæta Ragnar H. Hall segir sjávarútvegsráðherra skorta lagaheimild til að flytja ríkisstofnun til Akureyrar. Stjórnsýslufræðingur telur ákvörðunina illa ígrundaða. 29. júní 2014 19:30